Vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 18. mars 2024 08:51 Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, segir að sérfræðingar fylgist vel með stöðunni í dag og næstu daga. Enn gjósi en að því gæti lokið á næstu dögum. Vísir/Einar Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofunni, segir það ekki koma á óvart ef eldgosinu, sem hófst á laugardag, lýkur á næstu sólarhringum. „Ég held þetta sé dagaspursmál,“ segir Kristín og að starfsmenn Veðurstofu haldi áfram að fylgjast með gögnunum. Það séu vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin aftur við Svartsengi en að þau eigi eftir að fylgjast betur með næstu daga til að staðfesta það. „Staðan er bara frekar svipuð má segja og í gærkvöldi. Gosið heldur áfram. Það hefur aðeins dregið úr því og virknin að mestu bundin við eitt svæði,“ sagði Kristín í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að sunnan til séu að myndast gígar og þar sé mesta virknin. Hraunið renni þaðan í suðurátt, en mjög hægt. Kristín segir enn um 100 metra í að hraunið nái Suðurstrandarveginum. „Það er smá kraftur í þessu ennþá,“ segir Kristín en að það hafi dregið mikið úr og að gosið sé í raun að haga sér eins og fyrri gos síðustu mánuði. Það sem sé nýtt í þessu gosi sé að hraun rennur bæði til suðurs og vesturs og að það sé vegna þess að hraunið kemur upp aðeins sunnar en áður. „Þessi kvikugangur er á óheppilegu svæði. Það er stutt til Grindavíkur og þessi nálægð við Svartsengi. Það er alltaf mikið í húfi,“ segir Kristín. Það sé magnað og öflugt að sjá hvernig varnargarðarnir beini hrauninu frá og hvernig þeir hafi virkað. Hún segir gasmengun við gígana og af hraunbreiðunni og að fólk þurfi að fylgjast með því. Það eigi samt að draga úr því eftir því sem að það dregur úr gosinu. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristínu hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Tengdar fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðabungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt. 18. mars 2024 07:32 Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18. mars 2024 06:27 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
„Ég held þetta sé dagaspursmál,“ segir Kristín og að starfsmenn Veðurstofu haldi áfram að fylgjast með gögnunum. Það séu vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin aftur við Svartsengi en að þau eigi eftir að fylgjast betur með næstu daga til að staðfesta það. „Staðan er bara frekar svipuð má segja og í gærkvöldi. Gosið heldur áfram. Það hefur aðeins dregið úr því og virknin að mestu bundin við eitt svæði,“ sagði Kristín í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að sunnan til séu að myndast gígar og þar sé mesta virknin. Hraunið renni þaðan í suðurátt, en mjög hægt. Kristín segir enn um 100 metra í að hraunið nái Suðurstrandarveginum. „Það er smá kraftur í þessu ennþá,“ segir Kristín en að það hafi dregið mikið úr og að gosið sé í raun að haga sér eins og fyrri gos síðustu mánuði. Það sem sé nýtt í þessu gosi sé að hraun rennur bæði til suðurs og vesturs og að það sé vegna þess að hraunið kemur upp aðeins sunnar en áður. „Þessi kvikugangur er á óheppilegu svæði. Það er stutt til Grindavíkur og þessi nálægð við Svartsengi. Það er alltaf mikið í húfi,“ segir Kristín. Það sé magnað og öflugt að sjá hvernig varnargarðarnir beini hrauninu frá og hvernig þeir hafi virkað. Hún segir gasmengun við gígana og af hraunbreiðunni og að fólk þurfi að fylgjast með því. Það eigi samt að draga úr því eftir því sem að það dregur úr gosinu. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristínu hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Tengdar fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðabungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt. 18. mars 2024 07:32 Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18. mars 2024 06:27 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Stór skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðabungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt. 18. mars 2024 07:32
Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18. mars 2024 06:27