Fórnaði Arsenal fyrir konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2024 12:00 Emmanuel Petit fagnar marki með þeim Nicolas Anelka og Dennis Bergkamp á 1997-98 tímabilinu. Getty/Mark Leech Franski fótboltamaðurinn Emmanuel Petit sér mikið eftir því í dag að hafa yfirgefið Arsenal á sínum tíma. Þessi fyrrum heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu vildi í raun ekki fara frá London en aðrir þættir í lífi hans réðu ákvörðun hans. Petit var í risastóru hlutverki í fyrstu meistaraliðunum undir stjórn Arsene Wenger. Wenger þekkti hann frá Mónakó og fékk hann því til enska félagsins. Petit spilaði með Arsenal frá 1997 til 2000 og var í aðalhlutverki í liðinu sem vann tvöfalt vorið 1998. "I would have picked a different option"Emmanuel Petit opens up about the reason he left Arsenal when he did and why he came to regret it in a brand new episode of League of Legends this Saturday.#AstroEPL #Arsenal #Barcelona pic.twitter.com/0VsTDj04We— Stadium Astro (@stadiumastro) March 14, 2024 Petit mætti í hlaðvarpsþátt Stadium Astro á dögunum og sagði þá frá ástæðunni fyrir því að hann yfirgaf Arsenal árið 2000 þá þrítugur. En af hverju fór hann frá Arsenal. „Vegna konu,“ svaraði Petit og leyndi ekki eftirsjá sinni. Emmanuel Petit og Agathe De La Fontaine sem hann gitist árið 2000.Getty/Dave Benett „Ég elskaði alltaf Barcelona og [Real] Madrid, tvö af stærstu félögum heims en ég hefði átt að vera áfram hjá Arsenal. Engin spurning,“ sagði Petit. „Stundum er grasið ekki grænna annars staðar. Það hefði verið betra að spila áfram hér þar sem ég fékk mikla ást, var mjög ánægður og náði árangri. Af hverju þá að fara? Engin spurning að ég sé mikið eftir því,“ sagði Petit. „Ef ég gæti farið aftur í tímann þá hefði ég örugglega tekið aðra ákvörðun,“ sagði Petit. Hann segir að kona hafi viljað komast í heitara og sólríkara loftslag á Spáni og hann hafi látið undan pressunni. Þegar Petit kom síðan aftur í ensku úrvalsdeildina ári síðar þá fór hann ekki aftur í Arsenal heldur til Chelsea þar sem hann lék síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Petit giftist frönsku leikkonunni Agathe de La Fontaine árið 2000 en þau skildu árið 2002 eftir að hafa eignast eitt barn saman. Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Þessi fyrrum heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu vildi í raun ekki fara frá London en aðrir þættir í lífi hans réðu ákvörðun hans. Petit var í risastóru hlutverki í fyrstu meistaraliðunum undir stjórn Arsene Wenger. Wenger þekkti hann frá Mónakó og fékk hann því til enska félagsins. Petit spilaði með Arsenal frá 1997 til 2000 og var í aðalhlutverki í liðinu sem vann tvöfalt vorið 1998. "I would have picked a different option"Emmanuel Petit opens up about the reason he left Arsenal when he did and why he came to regret it in a brand new episode of League of Legends this Saturday.#AstroEPL #Arsenal #Barcelona pic.twitter.com/0VsTDj04We— Stadium Astro (@stadiumastro) March 14, 2024 Petit mætti í hlaðvarpsþátt Stadium Astro á dögunum og sagði þá frá ástæðunni fyrir því að hann yfirgaf Arsenal árið 2000 þá þrítugur. En af hverju fór hann frá Arsenal. „Vegna konu,“ svaraði Petit og leyndi ekki eftirsjá sinni. Emmanuel Petit og Agathe De La Fontaine sem hann gitist árið 2000.Getty/Dave Benett „Ég elskaði alltaf Barcelona og [Real] Madrid, tvö af stærstu félögum heims en ég hefði átt að vera áfram hjá Arsenal. Engin spurning,“ sagði Petit. „Stundum er grasið ekki grænna annars staðar. Það hefði verið betra að spila áfram hér þar sem ég fékk mikla ást, var mjög ánægður og náði árangri. Af hverju þá að fara? Engin spurning að ég sé mikið eftir því,“ sagði Petit. „Ef ég gæti farið aftur í tímann þá hefði ég örugglega tekið aðra ákvörðun,“ sagði Petit. Hann segir að kona hafi viljað komast í heitara og sólríkara loftslag á Spáni og hann hafi látið undan pressunni. Þegar Petit kom síðan aftur í ensku úrvalsdeildina ári síðar þá fór hann ekki aftur í Arsenal heldur til Chelsea þar sem hann lék síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Petit giftist frönsku leikkonunni Agathe de La Fontaine árið 2000 en þau skildu árið 2002 eftir að hafa eignast eitt barn saman.
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira