Fótbolti

Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögur­stundu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark af löngu færi í sigri OH Leuven.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark af löngu færi í sigri OH Leuven. X-síða OH Leuven

Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu.

Duisburg var eitt og yfirgefið í neðsta sæti þýsku deildarinnar fyrir leikinn gegn Frankfurt í dag. Duisburg var með fjögur stig og heil níu stig upp í öruggt sæti. Frankfurt var í 4. sætinu og í baráttu við Hoffenheim um sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Gestirnir í Frankfurt byrjuðu frábærlega og komust í 2-0 strax eftir fjórar mínútur. Duisburg tókst að minnka muninn í síðari hálfleiknum en komust ekki nær og urðu að sætta sig við 2-1 tap. Liðið er því enn í frekar slæmri stöðu í neðsta sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir.

Í Belgíu var Jón Dagur Þorsteinsson í byrjunarliði Leuven sem mætti Mechelen á heimavelli. Lítið hefur gengið hjá Leuven að undanförnu og liðið ekki unnið sigur síðan 3. febrúar. Um var að ræða lokaleik hefðbundinnar deildakeppni og þurfti Leuven sigur til að lyfta sér úr umspilssæti um fall í næst efstu deild.

Leikurinn í dag var markalaus eftir fyrri hálfleikinn og Jón Dagur var tekinn af velli frekar snemma í þeim síðari. Það stefndi allt í markalaust jafntefli þegar Nachon Nsingi skoraði sigurmark Leuven og tryggði liðinu áframhaldandi sæti í efstu deild á næsta ári. Liðið fer nú í keppni um sæti í Evrópukeppni á næsta ári.

Lið Freys Alexanderssonar verður hins vegar í þeirri keppni og vonast eftir að bjarga sér frá falli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×