Forsætisráðherra lét bændur heyra það Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2024 13:31 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Búnaðarþingi þar sem hún lét bændur heyra það vegna lélegra merkinga á vörum þeirra og hvatti þá til að gera betur í þeim málum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra sá ástæðu til að skamma íslenska bændur við setningu Búnaðarþings þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við merkingar eða réttara sagt engar merkingar á íslenskum landbúnaðarafurðum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpaði bændur og aðra gesti við upphaf Búnaðarþings á fimmtudaginn. Hún kom víða við í ræðu sinni og það vakti athygli þegar hún ræddi um merkingarleysi á íslenskum landbúnaðarafurðum og lét bændur heyra það þegar það kom að þeim punkti í ræðunni. „Ég vil segja það að ég hef mikla trúa á almenningi á Íslandi og ég tel að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði. Við þurfum hins vegar að auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir.“ Og Katrín sagði að ef hún færi út í verslun án gleraugnanna sinna þá sé engin leið fyrir hana að vita hvað hún sé að kaupa. „Það eru engar fánamerkingar þegar ég ætla að kaupa mér lambakjöt, ég get alveg eins verið að kaupa þýskt eða nýsjálenskt lambakjöt, því það er merkt með smásæju letri. Þegar ég fer í verslun í Frakklandi þá veit ég nákvæmlega hvað ég er að kaupa, þar eru fánalitirnir,“ sagði Katrín. Og því ekkert mál að vita að viðkomandi vara er 100 prósent frá frönskum bændum en á Íslandi sé ekkert að frétta þegar merkingar á vörum íslenskra bænda er að ræða. „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu, það erum við ekki að gera núna,“ sagði forsætisráðherra og settur landbúnaðarráðherra. Katrín hvetur íslenska bændur til að merkja sínar vörur í verslunum þannig að neytendur séu aldrei í vafa um hvað þeir séu að kaupa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Katrínu að Bændasamtökin með aðstoð stjórnvalda hafi látið útbúa einfalda upprunamerkingu, „Íslenskt staðfest“, en með notkun á því merki sé fylgt Norrænni fyrirmynda og svo sagði Katrín þetta. „Samt fáum við neytendur sjaldan að sjá þetta merki, því er borið við að það kosti of mikið og það finnst mér ekki vera sannfærandi rök,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Búnaðarþingi. Fallegur íslenskur kálfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landbúnaður Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vakt frá 22. desember Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpaði bændur og aðra gesti við upphaf Búnaðarþings á fimmtudaginn. Hún kom víða við í ræðu sinni og það vakti athygli þegar hún ræddi um merkingarleysi á íslenskum landbúnaðarafurðum og lét bændur heyra það þegar það kom að þeim punkti í ræðunni. „Ég vil segja það að ég hef mikla trúa á almenningi á Íslandi og ég tel að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði. Við þurfum hins vegar að auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir.“ Og Katrín sagði að ef hún færi út í verslun án gleraugnanna sinna þá sé engin leið fyrir hana að vita hvað hún sé að kaupa. „Það eru engar fánamerkingar þegar ég ætla að kaupa mér lambakjöt, ég get alveg eins verið að kaupa þýskt eða nýsjálenskt lambakjöt, því það er merkt með smásæju letri. Þegar ég fer í verslun í Frakklandi þá veit ég nákvæmlega hvað ég er að kaupa, þar eru fánalitirnir,“ sagði Katrín. Og því ekkert mál að vita að viðkomandi vara er 100 prósent frá frönskum bændum en á Íslandi sé ekkert að frétta þegar merkingar á vörum íslenskra bænda er að ræða. „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu, það erum við ekki að gera núna,“ sagði forsætisráðherra og settur landbúnaðarráðherra. Katrín hvetur íslenska bændur til að merkja sínar vörur í verslunum þannig að neytendur séu aldrei í vafa um hvað þeir séu að kaupa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Katrínu að Bændasamtökin með aðstoð stjórnvalda hafi látið útbúa einfalda upprunamerkingu, „Íslenskt staðfest“, en með notkun á því merki sé fylgt Norrænni fyrirmynda og svo sagði Katrín þetta. „Samt fáum við neytendur sjaldan að sjá þetta merki, því er borið við að það kosti of mikið og það finnst mér ekki vera sannfærandi rök,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Búnaðarþingi. Fallegur íslenskur kálfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landbúnaður Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vakt frá 22. desember Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira