Fótbolti

Íslendingaliðin unnu en Ísak Berg­mann krækti sér í bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson missir af næsta leik Fortuna Düsseldorf vegna leikbanns. Næst á dagskrá eru aftur á móti leikir með íslenska landsliðinu.
Ísak Bergmann Jóhannesson missir af næsta leik Fortuna Düsseldorf vegna leikbanns. Næst á dagskrá eru aftur á móti leikir með íslenska landsliðinu. Getty/Stefan Brauer

Íslendingaliðin Fortuna Düsseldorf og Eintracht Braunschweig fögnuðu bæði sigri í þýsku b-deildinni í kvöld.

Düsseldorf vann 4-0 útisigur á VfL Osnabrück en Eintracht Braunschweig vann 2-1 útisigur á Paderborn 07.

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Düsseldorf og spilaði fyrstu 83 mínúturnar í leiknum. Hann fór af velli í stöðunni 3-0.

Ísak Bergmann fékk gula spjaldið á 38. mínútu leiksins og það þýðir að hann er kominn í leikbann fyrir of mörg gul spjöld.

Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Eintracht Braunschweig og var tekinn af velli á lokamínútunni. Rayan Philippe hafði skorað sigurmarkið níu mínútum fyrr en hitt markið skoraði Hasan Kurucay úr vítaspyrnu.

Eftir úrslit kvöldsins er Düsseldorf í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá öðru sætinu en Eintracht Braunschweig er aftur á móti í sextánda sæti einu stigi frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×