Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2024 18:31 Davíð Viðarsson rak meðal annars veitingastaði Pho Vietnam og Wokon. Vísir Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. Níu eru enn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á málum Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Sex eru í gæsluvarðhaldi, það eru Davíð sjálfur, kærasta hans, bróðir, mágkona og bókarinn hans. Hingað til hefur ekki verið ljóst hver sjötti einstaklingurinn er en samkvæmt heimildum fréttastofu er það faðir bókarans. Þrír eru með stöðu sakbornings en ekki í gæsluvarðhaldi, það eru foreldrar Davíðs og svo íslenskur viðskiptafélagi hans, Kristján Ólafur Sigríðarson, fyrrverandi eigandi veitingastaðakeðjunnar Wokon. Hótað brottvísun Lögreglu hefur gengið vel að ræða við meinta þolendur mansalsins en þeir eru á þriðja tug. ASÍ hefur einnig komið að því að ræða við þolendurna, til að mynda um hvert framhaldið er. „Þau höfðu verið beitt, eins og er gjarnan í þessum málum, hótunum um að vera brottvísað ef þau leituðu sér aðstoðar. Þannig það er alveg klárt að það var ótti,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ. Saga Kjartansdóttir er verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ.Vísir/Steingrímur Dúi Einhver matar þolendurna með röngum upplýsingum Hún segir að vitað sé að þolendurnir hafi fengið rangar upplýsingar um stöðu þeirra hér á landi á meðan þeir störfuðu fyrir Davíð. Og á meðan ASÍ reynir að leiðrétta það þá virðist einhver halda áfram að mata fólkið með röngum upplýsingum. Eru einhverjar vísbendingar um að þeir sem eru í gæsluvarðhaldi eða hafa stöðu sakbornings hafi reynt að hafa samband við þolendurna eftir aðgerðirnar í síðustu viku? Við vitum það ekki en við útilokum það alls ekki. Það er ekki ólíklegt að það séu einhverjir aðilar að reyna að hafa áhrif á þau og hvað þau gera næst,“ segir Saga. „Við getum bara sagt það að þau eru að fá ónákvæmar upplýsingar einhversstaðar frá, ég get kannski ekki sagt meira en það.“ Systir Kristjáns með veð í Herkastalanum Frá stóru aðgerðinni fyrir einni og hálfri viku síðan hefur ekki verið ráðist í frekari aðgerðir, fyrir utan það að lögreglan hefur kyrrsett Herkastalann sem Davíð keypti árið 2022, fryst bankareikninga og kyrrsett fleiri fjármuni. Lögreglan er með 189 milljón króna veð í kastalanum en systir Kristjáns Ólafs er einnig með 360 milljón króna veð í honum í formi tryggingarbréfs. Þau viðskipti voru framkvæmd örfáum dögum eftir aðgerð heilbrigðiseftirlitsins í matvælalager Davíðs í Sóltúni í lok september á síðasta ári. Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Tengdar fréttir Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Níu eru enn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á málum Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Sex eru í gæsluvarðhaldi, það eru Davíð sjálfur, kærasta hans, bróðir, mágkona og bókarinn hans. Hingað til hefur ekki verið ljóst hver sjötti einstaklingurinn er en samkvæmt heimildum fréttastofu er það faðir bókarans. Þrír eru með stöðu sakbornings en ekki í gæsluvarðhaldi, það eru foreldrar Davíðs og svo íslenskur viðskiptafélagi hans, Kristján Ólafur Sigríðarson, fyrrverandi eigandi veitingastaðakeðjunnar Wokon. Hótað brottvísun Lögreglu hefur gengið vel að ræða við meinta þolendur mansalsins en þeir eru á þriðja tug. ASÍ hefur einnig komið að því að ræða við þolendurna, til að mynda um hvert framhaldið er. „Þau höfðu verið beitt, eins og er gjarnan í þessum málum, hótunum um að vera brottvísað ef þau leituðu sér aðstoðar. Þannig það er alveg klárt að það var ótti,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ. Saga Kjartansdóttir er verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ.Vísir/Steingrímur Dúi Einhver matar þolendurna með röngum upplýsingum Hún segir að vitað sé að þolendurnir hafi fengið rangar upplýsingar um stöðu þeirra hér á landi á meðan þeir störfuðu fyrir Davíð. Og á meðan ASÍ reynir að leiðrétta það þá virðist einhver halda áfram að mata fólkið með röngum upplýsingum. Eru einhverjar vísbendingar um að þeir sem eru í gæsluvarðhaldi eða hafa stöðu sakbornings hafi reynt að hafa samband við þolendurna eftir aðgerðirnar í síðustu viku? Við vitum það ekki en við útilokum það alls ekki. Það er ekki ólíklegt að það séu einhverjir aðilar að reyna að hafa áhrif á þau og hvað þau gera næst,“ segir Saga. „Við getum bara sagt það að þau eru að fá ónákvæmar upplýsingar einhversstaðar frá, ég get kannski ekki sagt meira en það.“ Systir Kristjáns með veð í Herkastalanum Frá stóru aðgerðinni fyrir einni og hálfri viku síðan hefur ekki verið ráðist í frekari aðgerðir, fyrir utan það að lögreglan hefur kyrrsett Herkastalann sem Davíð keypti árið 2022, fryst bankareikninga og kyrrsett fleiri fjármuni. Lögreglan er með 189 milljón króna veð í kastalanum en systir Kristjáns Ólafs er einnig með 360 milljón króna veð í honum í formi tryggingarbréfs. Þau viðskipti voru framkvæmd örfáum dögum eftir aðgerð heilbrigðiseftirlitsins í matvælalager Davíðs í Sóltúni í lok september á síðasta ári.
Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Tengdar fréttir Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49
Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28