Hjúkrunarfræðingur neitaði að taka hraðpróf og fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 16:32 Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að gangast undir hraðpróf við Covid-19, þegar omíkron-afbrigði veirunnar geisaði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað heilbrigðisfyrirtæki af öllum kröfum konu, sem höfðaði máli til heimtu skaðabóta eftir að ráðningarsamningi hennar var rift. Landsréttur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á ráðningarsamningi með því að neita að taka Covid-19 hraðpróf. Konan, sem starfaði sem skurðhjúkrunarfræðingur, stefndi einkareknu heilbrigðisfyrirtæki sem hún starfaði fyrir vegna uppsagnarinnar. Hún krafðist rúmra fimm milljóna króna í bætur. Konan krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest og miskabætur á þeim grundvelli að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af Landsrétti, sagði að konan hafi meðal annars mannað skurðstofu við aðgerðir, þrifið áhöld fyrir aðgerðir, undirbúið skurðstofu og sinnt sjúklingum sem gengust undir aðgerð. Fyrirtækið geri meðal annars liðskiptiaðgerðir, efnaskiptaaðgerðir og sinnir lýtalækningum. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Í dómi Landsréttar segir að konan og fyrirtækið hafi deilt um það hvenær konan hefði fyrst fengið vitneskju um fyrirmæli fyrirtækisins þess efnis að starfsmenn þess skyldu fara í Covid-19 hraðpróf, hvort hún hafi neitað að gangast undir hraðpróf og hvenær hún hefði fyrst fengið vitneskju um að ráðningarsamningi við hana yrði rift. Hafi mátt vita að hún yrði rekin Í dómi Landsréttar var tekið undir þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri að konan hefði eigi síðar en í upphafi vinnudags 20. desember 2021 fengið vitneskju um að starfsfólk fyrirtækisins ætti að fara í hraðpróf, að henni hefði á fundi eftir hádegi sama dag verið gerð grein fyrir því að henni yrði vikið fyrirvaralaust úr starfi ef hún samþykkti ekki fyrirmæli um að gangast undir hraðpróf og loks að hún hefði verið búin að neita að gangast undir hraðpróf þegar hún fékk bréf fyrirtækisins 21. desember 2021 með útskýringum á ákvörðun um riftun ráðningarsamnings. Veruleg vanefnd að taka ekki hraðpróf fyrir aðgerð Landsréttur tók einnig fram að konan hefði ekki brugðist við fullyrðingum í bréfi fyrirtækisins fyrr en mánuði síðar, en fullt tilefni hefði verið fyrir hana að bregðast strax við, teldi hún að fullyrðingarnar væru rangar og að ráðningarsamningnum hefði verið rift á þeim grunni. Þá yrði ekki annað ráðið af ákvörðun konunnar um að mæta ekki til vinnu 21. desember 2021 en að hún hafi fyrir upphaf þess vinnudags vitað að ráðningarsamningi hennar hefði verið rift. Einnig leit Landsréttur til þess að við þær aðstæður sem upp voru komnar gæti ekki komið til þess að konan innti af hendi vinnu sína, en í því hafi ótvírætt falist veruleg vanefnd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Konan, sem starfaði sem skurðhjúkrunarfræðingur, stefndi einkareknu heilbrigðisfyrirtæki sem hún starfaði fyrir vegna uppsagnarinnar. Hún krafðist rúmra fimm milljóna króna í bætur. Konan krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest og miskabætur á þeim grundvelli að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af Landsrétti, sagði að konan hafi meðal annars mannað skurðstofu við aðgerðir, þrifið áhöld fyrir aðgerðir, undirbúið skurðstofu og sinnt sjúklingum sem gengust undir aðgerð. Fyrirtækið geri meðal annars liðskiptiaðgerðir, efnaskiptaaðgerðir og sinnir lýtalækningum. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Í dómi Landsréttar segir að konan og fyrirtækið hafi deilt um það hvenær konan hefði fyrst fengið vitneskju um fyrirmæli fyrirtækisins þess efnis að starfsmenn þess skyldu fara í Covid-19 hraðpróf, hvort hún hafi neitað að gangast undir hraðpróf og hvenær hún hefði fyrst fengið vitneskju um að ráðningarsamningi við hana yrði rift. Hafi mátt vita að hún yrði rekin Í dómi Landsréttar var tekið undir þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri að konan hefði eigi síðar en í upphafi vinnudags 20. desember 2021 fengið vitneskju um að starfsfólk fyrirtækisins ætti að fara í hraðpróf, að henni hefði á fundi eftir hádegi sama dag verið gerð grein fyrir því að henni yrði vikið fyrirvaralaust úr starfi ef hún samþykkti ekki fyrirmæli um að gangast undir hraðpróf og loks að hún hefði verið búin að neita að gangast undir hraðpróf þegar hún fékk bréf fyrirtækisins 21. desember 2021 með útskýringum á ákvörðun um riftun ráðningarsamnings. Veruleg vanefnd að taka ekki hraðpróf fyrir aðgerð Landsréttur tók einnig fram að konan hefði ekki brugðist við fullyrðingum í bréfi fyrirtækisins fyrr en mánuði síðar, en fullt tilefni hefði verið fyrir hana að bregðast strax við, teldi hún að fullyrðingarnar væru rangar og að ráðningarsamningnum hefði verið rift á þeim grunni. Þá yrði ekki annað ráðið af ákvörðun konunnar um að mæta ekki til vinnu 21. desember 2021 en að hún hafi fyrir upphaf þess vinnudags vitað að ráðningarsamningi hennar hefði verið rift. Einnig leit Landsréttur til þess að við þær aðstæður sem upp voru komnar gæti ekki komið til þess að konan innti af hendi vinnu sína, en í því hafi ótvírætt falist veruleg vanefnd
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira