Þorðu ekki að setja út á skipstjórann vegna þrúgandi andrúmslofts Jón Þór Stefánsson skrifar 16. mars 2024 15:01 Mynd frá vinnu við forfæringar á Wilson Skaw. LHG Þrúgandi vinnustaðamenning var ríkjandi á flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í apríl á síðasta ári. Áhöfn skipsins setti ekki spurningamerki við ákvarðanir skipstjórans sem hafði ekki áhuga á að leita aðstoðar hjá heimamönnum sem þekkja vel aðstæður á siglingarleiðinni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Í skipinu voru tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 þúsund lítrar af olíu. Talsverðar skemmdir urðu á skipskrokkinum þegar Wilson Skaw strandaði á kletti í sjónum. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur, en í skýrslunni kemur fram að skipstjórinn hafi haft aðgang að gögnum þar sem skýrt kemur fram að við siglingu á leiðinni þurfi að leita aðstoðar hjá heimamönnum. Haft er eftir honum í skýrslunni að hann hafi ekki séð ástæðu til að treysta á vitneskju heimamanna, heldur hafi hann reytt á rafræn líkön. „Það er ekki praktískt að leita ráða hjá heimamönnum, hvaðan kemur þeirra vitneskja? Ég treysti líkönunum.“ Í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir að íslensk stjórnvöld eigi að hafa aðgengilegan lista um hafnsögu- og leiðsögumenn sem þekkja tiltekin hafsvæði. Enginn formlegur listi hafi þó verið til þegar strandið átti sér stað. Líkön sem byggði á 75 ára gömlum gögnum Um umrædd líkön segir í skýrslunni að þau byggi fyrst og fremst á dönskum líkönum frá árinu 1948. Þá segir að sá sem notist við líkön sem þessi eigi að vera meðvitaður um takmarkanir þess. Strandið átti sér stað á svokölluðu D-svæði í líkaninu, sem er þýðir að litlar upplýsingar séu um fjarlægð við hafsbotn. Besti flokkurinn er A1 sem gefur fimm metra í skekkjumörk, næst besti flokkurinn er A2 sem gefur tuttugu metra í skekkjumörk, síðan kemur B sem gefur fimmtíu metra, og svo C sem gefur 500 metra í skekkjumörk. Þar á eftir er D sem er hreinlega skilgreint þannig að það sé verra en C. D er næst versta eininginn. U er líka til, en það þýðir að engar upplýsingar séu til um svæðið. „Sá berstur að taka ekki eftir eða hunsa að þessi hluti ferðarinnar væri á svæði D, þar sem dýptin var einungis tíu metrar, skapaði alvarlegan öryggisvanda,“ segir í skýrslunni. Verða að geta haft skoðun Tíu manna áhöfn skipsins var af erlendum uppruna, þrír voru frá Póllandi og sjö frá Filipseyjum. Í skýrslunni segir að erfitt sé að meta áhrif þess að meðlimir áhafnarinnar séu af ólíkum uppruna. Líkt og áður segir hafi verið þrúgandi andrúmsloft á vinnustaðnum, en í skýrslunni er meðal annars tekið fram að skipstjórinn hafi fengið boð um áfallahjálp fyrir áhöfnina, en hafnað því að fá hana. Þá hafi hann viljað spara tíma og eldsneyti og beðið um að fara styttri leið. „Þegar siglingarleið er ákveðin verða skipverjar að geta haft skoðun á þeirri leið sem er fyrir valinu. Þeir verða að hafa færi á að setja spurningamerki við skoðanir hvers annars og meta hvort öryggiskröfum sé mætt eða ekki,“ segir í skýrslunni. Strand Wilson Skaw Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Í skipinu voru tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 þúsund lítrar af olíu. Talsverðar skemmdir urðu á skipskrokkinum þegar Wilson Skaw strandaði á kletti í sjónum. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur, en í skýrslunni kemur fram að skipstjórinn hafi haft aðgang að gögnum þar sem skýrt kemur fram að við siglingu á leiðinni þurfi að leita aðstoðar hjá heimamönnum. Haft er eftir honum í skýrslunni að hann hafi ekki séð ástæðu til að treysta á vitneskju heimamanna, heldur hafi hann reytt á rafræn líkön. „Það er ekki praktískt að leita ráða hjá heimamönnum, hvaðan kemur þeirra vitneskja? Ég treysti líkönunum.“ Í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir að íslensk stjórnvöld eigi að hafa aðgengilegan lista um hafnsögu- og leiðsögumenn sem þekkja tiltekin hafsvæði. Enginn formlegur listi hafi þó verið til þegar strandið átti sér stað. Líkön sem byggði á 75 ára gömlum gögnum Um umrædd líkön segir í skýrslunni að þau byggi fyrst og fremst á dönskum líkönum frá árinu 1948. Þá segir að sá sem notist við líkön sem þessi eigi að vera meðvitaður um takmarkanir þess. Strandið átti sér stað á svokölluðu D-svæði í líkaninu, sem er þýðir að litlar upplýsingar séu um fjarlægð við hafsbotn. Besti flokkurinn er A1 sem gefur fimm metra í skekkjumörk, næst besti flokkurinn er A2 sem gefur tuttugu metra í skekkjumörk, síðan kemur B sem gefur fimmtíu metra, og svo C sem gefur 500 metra í skekkjumörk. Þar á eftir er D sem er hreinlega skilgreint þannig að það sé verra en C. D er næst versta eininginn. U er líka til, en það þýðir að engar upplýsingar séu til um svæðið. „Sá berstur að taka ekki eftir eða hunsa að þessi hluti ferðarinnar væri á svæði D, þar sem dýptin var einungis tíu metrar, skapaði alvarlegan öryggisvanda,“ segir í skýrslunni. Verða að geta haft skoðun Tíu manna áhöfn skipsins var af erlendum uppruna, þrír voru frá Póllandi og sjö frá Filipseyjum. Í skýrslunni segir að erfitt sé að meta áhrif þess að meðlimir áhafnarinnar séu af ólíkum uppruna. Líkt og áður segir hafi verið þrúgandi andrúmsloft á vinnustaðnum, en í skýrslunni er meðal annars tekið fram að skipstjórinn hafi fengið boð um áfallahjálp fyrir áhöfnina, en hafnað því að fá hana. Þá hafi hann viljað spara tíma og eldsneyti og beðið um að fara styttri leið. „Þegar siglingarleið er ákveðin verða skipverjar að geta haft skoðun á þeirri leið sem er fyrir valinu. Þeir verða að hafa færi á að setja spurningamerki við skoðanir hvers annars og meta hvort öryggiskröfum sé mætt eða ekki,“ segir í skýrslunni.
Strand Wilson Skaw Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira