„Við þurftum að fara svolítið varlega“ Máni Snær Þorláksson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. apríl 2023 12:51 Einar Valsson segir að það hafi gengið vel að losa flutningaskipið Wilson Skaw í morgun. Landhelgisgæslan Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er. „Í morgun, fljótlega upp úr sjö, tókum við eftir að það var að komast aðeins hreyfing á skipið,“ segir Einar Valsson, skipherra á Freyju, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann segir vind hafa gengið hraðar upp en von var á og með honum hafi komið alda. Um klukkan hálf átta hafi áhöfnin verið farin að sjá að það var komin hreyfing á stefnið á flutningaskipinu. Þá var ákveðið að ræsa út í aðgerðir og koma dráttartaugum á milli flutningaskipsins og Freyju. „Það gekk alveg ótrúlega vel. Við sendum bát yfir með einn af stýrimönnunum okkar til þess að stjórna aðgerðum þarna hinum megin, hann var kominn um borð tíu mínútum eftir að hann fór frá okkur og við vorum búnir að koma á fyrstu tengingu einhverjum tíu mínútum þar á eftir.“ Einar segir að í framhaldi hafi aldan og vindurinn snúið og hreyft við skipinu. „Þannig þetta hjálpaðist allt að við að koma skipinu af skerinu og það var þarna um 9:40 sem við bókum að skipið sé laust,“ segir hann. Verkefninu var þó ekki lokið þegar búið var að losa skipið því það þurfti að koma því á dýpri sjó. „Það eru grynningar og þetta færi er svo sem ekki mjög vel mælt þannig við þurftum að fara svolítið varlega,“ segir Einar. „Við gerðum það bara, fikruðum okkur áfram bara metra fyrir metra í rauninni þar til við vorum búnir að koma skipinu á frían sjó. Við erum bara með það núna í rólegu togi hérna út álinn og stefnan er að fara inn á Steingrímsfjörð, koma okkur í skjól þar til þess að meta aðstæður og skoða skipið betur. Þetta lítur vel út í augnablikinu.“ Skipaflutningar Landhelgisgæslan Strand Wilson Skaw Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
„Í morgun, fljótlega upp úr sjö, tókum við eftir að það var að komast aðeins hreyfing á skipið,“ segir Einar Valsson, skipherra á Freyju, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann segir vind hafa gengið hraðar upp en von var á og með honum hafi komið alda. Um klukkan hálf átta hafi áhöfnin verið farin að sjá að það var komin hreyfing á stefnið á flutningaskipinu. Þá var ákveðið að ræsa út í aðgerðir og koma dráttartaugum á milli flutningaskipsins og Freyju. „Það gekk alveg ótrúlega vel. Við sendum bát yfir með einn af stýrimönnunum okkar til þess að stjórna aðgerðum þarna hinum megin, hann var kominn um borð tíu mínútum eftir að hann fór frá okkur og við vorum búnir að koma á fyrstu tengingu einhverjum tíu mínútum þar á eftir.“ Einar segir að í framhaldi hafi aldan og vindurinn snúið og hreyft við skipinu. „Þannig þetta hjálpaðist allt að við að koma skipinu af skerinu og það var þarna um 9:40 sem við bókum að skipið sé laust,“ segir hann. Verkefninu var þó ekki lokið þegar búið var að losa skipið því það þurfti að koma því á dýpri sjó. „Það eru grynningar og þetta færi er svo sem ekki mjög vel mælt þannig við þurftum að fara svolítið varlega,“ segir Einar. „Við gerðum það bara, fikruðum okkur áfram bara metra fyrir metra í rauninni þar til við vorum búnir að koma skipinu á frían sjó. Við erum bara með það núna í rólegu togi hérna út álinn og stefnan er að fara inn á Steingrímsfjörð, koma okkur í skjól þar til þess að meta aðstæður og skoða skipið betur. Þetta lítur vel út í augnablikinu.“
Skipaflutningar Landhelgisgæslan Strand Wilson Skaw Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira