Telja að fimm unglingar hafi kveikt í húsinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2024 12:12 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi telur málið að mestu leyti upplýst. vísir Lögregla telur sig vita hverjir kveiktu í Hafnartúnshúsi á Selfossi um helgina. Fimm eru taldir hafa átt hlut að máli og eru börn á meðal grunaðra. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið með rannsókn á eldsupptökum og notið við það aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og brunasérfræðings frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. Rannsóknin hefur leitt í ljós að um íkveikju var að ræða og hafa fjölmargar skýrslur verið teknar af fólki vegna málsins. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir rannsókn málsins ganga vel. Enginn handtekinn Hefur einhver verið handtekinn? „Nei, enginn verið handtekinn en það eru nokkrir með stöðu grunaðra og sakborninga. Þeir sem eru með stöðu sakborninga eru þá komnir á sakhæfisaldur en svo eru einhverjir þarna undir sakhæfisaldri sem við vinnum með félagsþjónustunni og barnaverndinni.“ Þeir sem eru undir sakhæfisaldri, eru þeir með stöðu grunaðra í málinu? „Já í sjálfu sér, en þau eru ekki sakhæf þannig þeir verða ekki sakborningar.“ Málið að mestu leyti upplýst Sveinn segir lögreglu komna með góða mynd af því sem gerðist og málið að mestu leyti upplýst. Hann segist ekki vilja gefa upp nákvæman aldur þeirra sem grunaðir eru í málinu. „Þetta eru einstaklingar í kringum sakhæfisaldurinn. Sakhæfisaldurinn er fimmtán ára og þeir eru á þeim aldri, í kringum það. Hvað eru margir sem þið teljið að hafi staðið þarna að verki? „Þetta eru fimm einstaklingar sem um ræðir.“ Slökkvilið Árborg Barnavernd Tengdar fréttir Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10. mars 2024 11:41 Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Verði að opna á samtöl við Norðurlönd um lækna Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur farið með rannsókn á eldsupptökum og notið við það aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og brunasérfræðings frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. Rannsóknin hefur leitt í ljós að um íkveikju var að ræða og hafa fjölmargar skýrslur verið teknar af fólki vegna málsins. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir rannsókn málsins ganga vel. Enginn handtekinn Hefur einhver verið handtekinn? „Nei, enginn verið handtekinn en það eru nokkrir með stöðu grunaðra og sakborninga. Þeir sem eru með stöðu sakborninga eru þá komnir á sakhæfisaldur en svo eru einhverjir þarna undir sakhæfisaldri sem við vinnum með félagsþjónustunni og barnaverndinni.“ Þeir sem eru undir sakhæfisaldri, eru þeir með stöðu grunaðra í málinu? „Já í sjálfu sér, en þau eru ekki sakhæf þannig þeir verða ekki sakborningar.“ Málið að mestu leyti upplýst Sveinn segir lögreglu komna með góða mynd af því sem gerðist og málið að mestu leyti upplýst. Hann segist ekki vilja gefa upp nákvæman aldur þeirra sem grunaðir eru í málinu. „Þetta eru einstaklingar í kringum sakhæfisaldurinn. Sakhæfisaldurinn er fimmtán ára og þeir eru á þeim aldri, í kringum það. Hvað eru margir sem þið teljið að hafi staðið þarna að verki? „Þetta eru fimm einstaklingar sem um ræðir.“
Slökkvilið Árborg Barnavernd Tengdar fréttir Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10. mars 2024 11:41 Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Verði að opna á samtöl við Norðurlönd um lækna Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sjá meira
Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. 10. mars 2024 11:41
Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11
Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48