Hafnartúnshúsið mikið skemmt eftir eldinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2024 11:41 Slökkvistarfi lauk um klukkan eitt í nótt. Jakub Kopecký Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. Eldur kviknaði í Hafnartúnshúsinu á áttunda tímanum í gærkvöldi og var allt tiltækt slökkvilið kallað til. Húsið stendur við suðurenda nýja miðbæjarins á Selfossi og stóð til að byggja það upp á næstu árum. Útkall barst Brunavörnum Árnessýslu rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. „Við sendum strax út stórt útkall á Selfossstöðina okkar. Slökkvistarf gekk vel, var lokið um eitt. Húsið er mjög skemmt en stendur enn uppi,“ segir Lárus Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu. „Við vorum með slökkviliðsmenn þarna til að verða þrjú í nótt. Síðasti maður var að fara þá. Síðan vaktaði lögreglan húsið.“ Húsið var byggt árið 1947 af Sigurði Ó. Ólafssyni, sem var alþingismaður Árnesinga frá 1959 til 1967. Í húsinu var kaupfélagið Höfn starfrækt en síðustu árin hefur ekki verið föst búseta í því. „Það er alltaf vont þegar svona sögufræg og merkileg hús brenna. Þetta er gamalt hús, sem var einangrað með sagi og öðru þannig að þetta geta oft reynst mjög erfiðir eldsvoðar í þessum gömlu húsum,“ segir Lárus. Íbúar Selfoss voru í gærkvöldi hvattir til að loka gluggum vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum. „Það var talsvert mikill eldur þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á staðinn. Það tókst vel að slá á mesta eldinn í upphafi. Mikinn reyk lagði yfir Selfoss á tímabili,“ segir Lárus. Vettvangurinn hefur nú verið afhentur lögreglu til rannsóknar og er von á tilkynningu frá henni síðar í dag. Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 „Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 9. mars 2024 20:46 Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Eldur kviknaði í Hafnartúnshúsinu á áttunda tímanum í gærkvöldi og var allt tiltækt slökkvilið kallað til. Húsið stendur við suðurenda nýja miðbæjarins á Selfossi og stóð til að byggja það upp á næstu árum. Útkall barst Brunavörnum Árnessýslu rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. „Við sendum strax út stórt útkall á Selfossstöðina okkar. Slökkvistarf gekk vel, var lokið um eitt. Húsið er mjög skemmt en stendur enn uppi,“ segir Lárus Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri í Árnessýslu. „Við vorum með slökkviliðsmenn þarna til að verða þrjú í nótt. Síðasti maður var að fara þá. Síðan vaktaði lögreglan húsið.“ Húsið var byggt árið 1947 af Sigurði Ó. Ólafssyni, sem var alþingismaður Árnesinga frá 1959 til 1967. Í húsinu var kaupfélagið Höfn starfrækt en síðustu árin hefur ekki verið föst búseta í því. „Það er alltaf vont þegar svona sögufræg og merkileg hús brenna. Þetta er gamalt hús, sem var einangrað með sagi og öðru þannig að þetta geta oft reynst mjög erfiðir eldsvoðar í þessum gömlu húsum,“ segir Lárus. Íbúar Selfoss voru í gærkvöldi hvattir til að loka gluggum vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum. „Það var talsvert mikill eldur þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á staðinn. Það tókst vel að slá á mesta eldinn í upphafi. Mikinn reyk lagði yfir Selfoss á tímabili,“ segir Lárus. Vettvangurinn hefur nú verið afhentur lögreglu til rannsóknar og er von á tilkynningu frá henni síðar í dag.
Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11 „Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 9. mars 2024 20:46 Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Myndir: Selfyssingar syrgja sögufrægt hús Ljóst er að gríðarmikið tjón hefur orðið á sögufrægu Hafnartúnshússi á Selfossi. Húsið var byggt árið 1947 og hefur lengi verið eitt helsta kennileiti bæjarins. 9. mars 2024 23:11
„Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. 9. mars 2024 20:46
Eldur í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi Eldur logar í gamla Hafnartúnshúsinu á Selfossi. Töluverður viðbúnaður er á staðnum. 9. mars 2024 19:48