Innlent

Lagt hald á þúsundir taflna hér á landi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hér má sjá hluta af þeim töflum sem lagt var hald á í Evrópu í aðgerðum Europol.
Hér má sjá hluta af þeim töflum sem lagt var hald á í Evrópu í aðgerðum Europol. Europol

Tollgæslan og Lyfjastofnun voru meðal þátttakenda í alþjóðlegri aðgerð Europol sem beindist að viðskiptum og innflutningi á ólöglegum lyfjum. Alls tóku 30 ríki þátt í aðgerðinni sem bar nafnið Operation SHIELD IV og stóð yfir frá apríl til október 2023.

Greint er frá þessu á vef Lyfjastofnunar.

Þar segir að á heimsvísu hafi verið lagt hald á lyf að andvirði 64 milljóna evra. Ákærur voru gefnar út á hendur 1.284 einstaklingum og 52 skipulagðir glæpahringir voru rannsakaðir.

Hér á landi var lagt hald á tæplega 16 þúsund töflur, þar á meðal voru tæplega 11 þúsund töflur af fíknilyfjum.

Mynd af vef Evrópulögreglunnar, Europol.

Tollgæslan og Lyfjastofnun nutu liðsinnis embættis ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol við aðgerðina.

Lyfjastofnun segist ekki munu veita frekari upplýsingar um málið sem fjallað er um á vef Europol.

Frá aðgerðum Europol á Ítalíu.Europol


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×