„Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2024 07:01 Árni Stefán er eigandi eignarinnar, sem hann viðurkennir sjálfur að sé langt frá því að vera leiguhæf. Leigjandi hans hafi hins vegar sótt það fast að fá að vera í húsnæðinu. Vísir/Rúnar Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki sem búsett er í Hafnarfirði, óttaðist um líf sitt vegna brostinna loforða leigusala hennar um að gera endurbætur á húsnæðinu. Hún hefur leigt af honum 90 fermetra íbúð fyrir 200 þúsund krónur á mánuði síðan í upphafi desembermánaðar. Umræddur leigusali er Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Hann hefur ýmislegt við frásögn Sigurbjargar að athuga. „Málið er þannig í pottinn búið að þetta umrædda húsnæði auglýsti ég á Facebook-síðu til aðstoðar Grindvíkingum, þegar jarðskjálftarnir dundu þar yfir og allir þurftu að flytja út úr bænum. Það var ekki auglýst til leigu, heldur tímabundinna afnota. Þetta húsnæði hefur aldrei verið á leigumarkaði, og aldrei auglýst til leigu,“ segir Árni Stefán. Framlenging um tólf mánuði, ekki þrjá Sigurbjörg, sem Árni Stefán þekkir að fornu fari, hafi hins vegar haft samband við hann, þar sem hún væri að missa húsnæði sitt í Hveragerði, og þyrfti að komast í nýtt leiguhúsnæði, ellegar gæti hún endað á götunni. „Ég er búinn að standa í stappi við hana Sigurbjörgu frá upphafi mánaðar, varðandi endurnýjun á leigusamningi, vegna þess að samskipti við hana og umgengni hafa verið fyrir neðan allar hellur.“ Árni Stefán segir Sigurbjörgu hafa framlengt leigusamninginn um 12 mánuði í gegnum leigumiðlunina Igloo, en hann hafi staðið í góðri trú að um þriggja mánaða framlengingu væri að ræða. „Í þessum leigusamningi er Sigurbjörg búin að framlengja leigusamninginn um 12 mánuði, án þess að biðja mig um leyfi.“ En þú skrifaðir samt undir hann? „Ég skrifaði undir hann vegna þess að ég gerði það í góðri trú. Ég þekki hana Sigurbjörgu og mér datt ekki í hug að hún færi að blekkja mig.“ Húsnæðið hafi ekki verið tilbúið Þegar til viðræðna um framlengingu á leigusamningi hafi komið á sínum tíma, hafi farið að ganga á ýmsu. „Vegna þess að hún krafðist 12 mánaða og að húsnæðinu yrði komið í stand. Ég sagði gott og vel, ég geri annan leigusamning upp á þrjá mánuði og skrifa skuldbindandi yfirlýsingu í samninginn um að húsnæðið verði komið í lag fyrir 1. apríl. Þetta samþykkti hún allt. Kjarni málsins er sá, og þetta er mikilvægt: Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég. Ég fann aumur á Sigurbjörgu vegna þess að hún var komin á götuna. Hún gekk hart á eftir mér að fá húsnæðið, og vissi nákvæmlega í hvaða ástandi það var. Gekk hart á eftir mér, löngu áður en ég var tilbúinn að afhenda henni húsnæðið,“ segir Árni Stefán. Ekkert í málinu hafi með eðlilegt samningssamband leigusala og leigutaka að gera, enda hafi íbúðin ekki verið hæf til almennrar útleigu, og sé ekki enn. „Hún sótti svo hart að mér og sagði að ég færi ekki að setja hana á götuna. Húsnæðið var alls ekki tilbúið, en ég var tilbúinn að láta hana hafa það, ef ég fengi að framkvæma þær lagfæringar sem ég taldi mikilvægar. Ég er nú lögfræðingur einu sinni, kann húsaleigulögin og er með aðra íbúð í útleigu,“ segir Árni Stefán. Segir samningnum upp Árni Stefán segir Sigurbjörgu lengi hafa talað um að hana langaði að komast að í húsnæðinu og að hún yrði hreinlega að búa þar. „Áður var hún búin að óska eftir forkaupsrétti að húsinu, vegna þess að hún vildi endilega eignast það og búa í því,“ segir hann. Nú muni hann segja leigusamningnum upp, sem setji Sigurbjörgu í erfiða stöðu. Hann sjái sér þó ekki annað fært úr því sem komið sé. „Þetta er ærumeiðandi fyrir mig, og bara lygi í henni. Þetta hefur aldrei verið auglýst til leigu, um það snýst málið.“ Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki sem búsett er í Hafnarfirði, óttaðist um líf sitt vegna brostinna loforða leigusala hennar um að gera endurbætur á húsnæðinu. Hún hefur leigt af honum 90 fermetra íbúð fyrir 200 þúsund krónur á mánuði síðan í upphafi desembermánaðar. Umræddur leigusali er Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Hann hefur ýmislegt við frásögn Sigurbjargar að athuga. „Málið er þannig í pottinn búið að þetta umrædda húsnæði auglýsti ég á Facebook-síðu til aðstoðar Grindvíkingum, þegar jarðskjálftarnir dundu þar yfir og allir þurftu að flytja út úr bænum. Það var ekki auglýst til leigu, heldur tímabundinna afnota. Þetta húsnæði hefur aldrei verið á leigumarkaði, og aldrei auglýst til leigu,“ segir Árni Stefán. Framlenging um tólf mánuði, ekki þrjá Sigurbjörg, sem Árni Stefán þekkir að fornu fari, hafi hins vegar haft samband við hann, þar sem hún væri að missa húsnæði sitt í Hveragerði, og þyrfti að komast í nýtt leiguhúsnæði, ellegar gæti hún endað á götunni. „Ég er búinn að standa í stappi við hana Sigurbjörgu frá upphafi mánaðar, varðandi endurnýjun á leigusamningi, vegna þess að samskipti við hana og umgengni hafa verið fyrir neðan allar hellur.“ Árni Stefán segir Sigurbjörgu hafa framlengt leigusamninginn um 12 mánuði í gegnum leigumiðlunina Igloo, en hann hafi staðið í góðri trú að um þriggja mánaða framlengingu væri að ræða. „Í þessum leigusamningi er Sigurbjörg búin að framlengja leigusamninginn um 12 mánuði, án þess að biðja mig um leyfi.“ En þú skrifaðir samt undir hann? „Ég skrifaði undir hann vegna þess að ég gerði það í góðri trú. Ég þekki hana Sigurbjörgu og mér datt ekki í hug að hún færi að blekkja mig.“ Húsnæðið hafi ekki verið tilbúið Þegar til viðræðna um framlengingu á leigusamningi hafi komið á sínum tíma, hafi farið að ganga á ýmsu. „Vegna þess að hún krafðist 12 mánaða og að húsnæðinu yrði komið í stand. Ég sagði gott og vel, ég geri annan leigusamning upp á þrjá mánuði og skrifa skuldbindandi yfirlýsingu í samninginn um að húsnæðið verði komið í lag fyrir 1. apríl. Þetta samþykkti hún allt. Kjarni málsins er sá, og þetta er mikilvægt: Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég. Ég fann aumur á Sigurbjörgu vegna þess að hún var komin á götuna. Hún gekk hart á eftir mér að fá húsnæðið, og vissi nákvæmlega í hvaða ástandi það var. Gekk hart á eftir mér, löngu áður en ég var tilbúinn að afhenda henni húsnæðið,“ segir Árni Stefán. Ekkert í málinu hafi með eðlilegt samningssamband leigusala og leigutaka að gera, enda hafi íbúðin ekki verið hæf til almennrar útleigu, og sé ekki enn. „Hún sótti svo hart að mér og sagði að ég færi ekki að setja hana á götuna. Húsnæðið var alls ekki tilbúið, en ég var tilbúinn að láta hana hafa það, ef ég fengi að framkvæma þær lagfæringar sem ég taldi mikilvægar. Ég er nú lögfræðingur einu sinni, kann húsaleigulögin og er með aðra íbúð í útleigu,“ segir Árni Stefán. Segir samningnum upp Árni Stefán segir Sigurbjörgu lengi hafa talað um að hana langaði að komast að í húsnæðinu og að hún yrði hreinlega að búa þar. „Áður var hún búin að óska eftir forkaupsrétti að húsinu, vegna þess að hún vildi endilega eignast það og búa í því,“ segir hann. Nú muni hann segja leigusamningnum upp, sem setji Sigurbjörgu í erfiða stöðu. Hann sjái sér þó ekki annað fært úr því sem komið sé. „Þetta er ærumeiðandi fyrir mig, og bara lygi í henni. Þetta hefur aldrei verið auglýst til leigu, um það snýst málið.“
Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent