„Ég er bara skíthrædd hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 19:19 Myndir úr húsinu sem Sigurbjörg býr í. Vísir/Rúnar Öryrki óttast um líf sitt þar sem hún segir leigusala ekki standa við loforð um framkvæmdir svo húsnæðið sem hún býr í geti verið mannsæmandi. Hún segir ástandið versna með hverjum deginum. Örfáum metrum frá Ráðhúsi Hafnarfjarðar býr Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki. Hún hefur leigt þar níutíu fermetra íbúð síðan í desember á síðasta ári og borgar 200 þúsund krónur fyrir það mánaðarlega. Klippa: Óttast um líf sitt í leiguhúsnæði Geri ekki neitt sem hann segist ætla að gera Þegar hún flutti inn segir hún leigusalann hafa lofað að gera ýmsar úrbætur á húsnæðinu svo hægt væri að búa þar. Fjórum mánuðum síðar hefur ekkert gerst. Víða má sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag má finna á ýmsum stöðum og í svefnherberginu vantar hluta af gólfinu. Það vantar fjalir á gólfið í svefnherberginu.Vísir/Rúnar „Hann ætlaði að gera allar endurbætur. Gólfin áttu fyrst og fremst að vera tilbúin áður en ég kom inn. Eldhúsið átti að vera tilbúið í desember og svo koll af kolli,“ segir Sigurbjörg. „Það er varla hægt að fara í sturtu og það er lífshætta hér út af rafmagni og þetta er ekki nógu gott.“ Lítið er af hlífum í kringum innstungur í húsinu.Vísir/Rúnar Leigusalinn hóti henni Glerið í glugganum í svefnherberginu passar ekki og því rignir og snjóar þangað inn. Hvorki er búið að festa vaskinn í eldhúsinu, né í baðherberginu. Baðherbergið lítur reyndar meira út eins og ruslakompa og þarf Sigurbjörg að sitja til að baða sig. Hún segir leigusalann ekki standa við nein loforð og að hann hóti henni reglulega. Það vantar nokkra sentimetra upp á að glerið passi.Vísir/Rúnar „Hann segist ætla að koma, kemur ekki. Svo segist hann koma eftir hádegi en kemur klukkan átta á kvöldin þegar ég er farin að sofa. Hann er búinn að fremja hér þrjú húsbrot. Kemur eftir að ég er farin að sofa eða þegar ég er að leggja mig. Ég hef orðið vitni að því í tvígang. Það stendur ekki steinn yfir steini hvorki ritað mál né orð,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Hlöðversdóttir býr í húsnæðinu.Vísir/Rúnar Skíthrædd í húsinu Hennar versti ótti er að það kvikni í húsinu. „Ég er bara í rúst. Ég er bara skíthrædd hérna. Ég er skíthrædd. Þetta er ömurlegt að geta ekki vaskað upp, þvegið þvott, farið í sturtu. Ég er svo stressuð að ég er fara að grenja núna,“ Svona lítur baðherbergið út.Vísir/Rúnar Komin með nóg Ástandið versni með hverjum deginum og þegar fréttamaður rölti í gegnum húsið virtist allt vera við það að hrynja. „Ég sofna alveg en svo um leið og ég vakna. Þá hugsa ég „Ómægad hvað er næst.“ Hann er búinn að senda mér alls konar hótanir á Facebook og í tölvupósti. Ég er bara tuðari og vitleysingur og kelling. Það sé eitthvað að mér. Þetta er orðið gott sko,“ segir Sigurbjörg. Illa frágenginn rafmagnsvír.Vísir/Rúnar Sag er um allar trissur í húsinu.Vísir/Rúnar Snúrumálin eru leyst með hnútum.Vísir/Rúnar Vaskurinn er ekki festur við borðið, sem er í raun hurð sem búið er að saga gat í.Vísir/Rúnar Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Örfáum metrum frá Ráðhúsi Hafnarfjarðar býr Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki. Hún hefur leigt þar níutíu fermetra íbúð síðan í desember á síðasta ári og borgar 200 þúsund krónur fyrir það mánaðarlega. Klippa: Óttast um líf sitt í leiguhúsnæði Geri ekki neitt sem hann segist ætla að gera Þegar hún flutti inn segir hún leigusalann hafa lofað að gera ýmsar úrbætur á húsnæðinu svo hægt væri að búa þar. Fjórum mánuðum síðar hefur ekkert gerst. Víða má sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag má finna á ýmsum stöðum og í svefnherberginu vantar hluta af gólfinu. Það vantar fjalir á gólfið í svefnherberginu.Vísir/Rúnar „Hann ætlaði að gera allar endurbætur. Gólfin áttu fyrst og fremst að vera tilbúin áður en ég kom inn. Eldhúsið átti að vera tilbúið í desember og svo koll af kolli,“ segir Sigurbjörg. „Það er varla hægt að fara í sturtu og það er lífshætta hér út af rafmagni og þetta er ekki nógu gott.“ Lítið er af hlífum í kringum innstungur í húsinu.Vísir/Rúnar Leigusalinn hóti henni Glerið í glugganum í svefnherberginu passar ekki og því rignir og snjóar þangað inn. Hvorki er búið að festa vaskinn í eldhúsinu, né í baðherberginu. Baðherbergið lítur reyndar meira út eins og ruslakompa og þarf Sigurbjörg að sitja til að baða sig. Hún segir leigusalann ekki standa við nein loforð og að hann hóti henni reglulega. Það vantar nokkra sentimetra upp á að glerið passi.Vísir/Rúnar „Hann segist ætla að koma, kemur ekki. Svo segist hann koma eftir hádegi en kemur klukkan átta á kvöldin þegar ég er farin að sofa. Hann er búinn að fremja hér þrjú húsbrot. Kemur eftir að ég er farin að sofa eða þegar ég er að leggja mig. Ég hef orðið vitni að því í tvígang. Það stendur ekki steinn yfir steini hvorki ritað mál né orð,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Hlöðversdóttir býr í húsnæðinu.Vísir/Rúnar Skíthrædd í húsinu Hennar versti ótti er að það kvikni í húsinu. „Ég er bara í rúst. Ég er bara skíthrædd hérna. Ég er skíthrædd. Þetta er ömurlegt að geta ekki vaskað upp, þvegið þvott, farið í sturtu. Ég er svo stressuð að ég er fara að grenja núna,“ Svona lítur baðherbergið út.Vísir/Rúnar Komin með nóg Ástandið versni með hverjum deginum og þegar fréttamaður rölti í gegnum húsið virtist allt vera við það að hrynja. „Ég sofna alveg en svo um leið og ég vakna. Þá hugsa ég „Ómægad hvað er næst.“ Hann er búinn að senda mér alls konar hótanir á Facebook og í tölvupósti. Ég er bara tuðari og vitleysingur og kelling. Það sé eitthvað að mér. Þetta er orðið gott sko,“ segir Sigurbjörg. Illa frágenginn rafmagnsvír.Vísir/Rúnar Sag er um allar trissur í húsinu.Vísir/Rúnar Snúrumálin eru leyst með hnútum.Vísir/Rúnar Vaskurinn er ekki festur við borðið, sem er í raun hurð sem búið er að saga gat í.Vísir/Rúnar
Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira