Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 11:01 Orri Steinn Óskarsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum afar mikilvægt verkefni í næstu viku. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Takist Íslandi ætlunarverk sitt, að komast inn á EM, fær KSÍ að lágmarki 9,25 milljónir evra frá UEFA, eða jafnvirði tæplega 1,4 milljarðs króna. Með því að vinna leiki og ná lengra á mótinu fást hærri upphæðir, eins og þegar Ísland komst í 8-liða úrslit á EM 2016. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður vegna þátttöku á mótinu, og vegna bónusa leikmanna, vegur á móti þessari upphæð. Þó var það þannig að KSÍ gat eftir EM 2016 veitt aðildarfélögum sínum 453 milljónir, og samt skilað hagnaði upp á 317 milljónir. Því að komast á stórmót fylgir einfaldlega allt annar veruleiki fyrir knattspyrnusambandið. Bæta 150 milljónum við fyrir hvern sigur Ef að Ísland kemst á EM verður liðið í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Þarna er klárlega möguleiki á að ná sigri eða jafntefli, og mögulega á að komast upp úr riðlinum. Hver sigur færir KSÍ 1 milljón evra (um 150 milljónir króna), og hvert jafntefli 500.000 evrur (um 75 milljónir króna), til viðbótar við upphaflegu upphæðina sem áður var nefnd. Eftirtaldar upphæðir eru í boði, eftir því hvað lið komast langt á EM: 9,25 milljónir evra fyrir að komast á mótið 1 milljón evra fyrir sigur, 500.000 evrur fyrir jafntefli 1,5 milljón evra fyrir að komast í 16-liða úrslit 2,5 milljónir evra fyrir 8-liða úrslit 4 milljónir evra fyrir undanúrslit 5 milljónir evra fyrir silfurliðið 8 milljónir evra fyrir meistarana Hæsta mögulega upphæðin sem í boði er á mótinu fæst því ef Evrópumeistararnir vinna alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, og nemur 28,25 milljónum evra (um 4,2 milljörðum króna). Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Takist Íslandi ætlunarverk sitt, að komast inn á EM, fær KSÍ að lágmarki 9,25 milljónir evra frá UEFA, eða jafnvirði tæplega 1,4 milljarðs króna. Með því að vinna leiki og ná lengra á mótinu fást hærri upphæðir, eins og þegar Ísland komst í 8-liða úrslit á EM 2016. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður vegna þátttöku á mótinu, og vegna bónusa leikmanna, vegur á móti þessari upphæð. Þó var það þannig að KSÍ gat eftir EM 2016 veitt aðildarfélögum sínum 453 milljónir, og samt skilað hagnaði upp á 317 milljónir. Því að komast á stórmót fylgir einfaldlega allt annar veruleiki fyrir knattspyrnusambandið. Bæta 150 milljónum við fyrir hvern sigur Ef að Ísland kemst á EM verður liðið í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Þarna er klárlega möguleiki á að ná sigri eða jafntefli, og mögulega á að komast upp úr riðlinum. Hver sigur færir KSÍ 1 milljón evra (um 150 milljónir króna), og hvert jafntefli 500.000 evrur (um 75 milljónir króna), til viðbótar við upphaflegu upphæðina sem áður var nefnd. Eftirtaldar upphæðir eru í boði, eftir því hvað lið komast langt á EM: 9,25 milljónir evra fyrir að komast á mótið 1 milljón evra fyrir sigur, 500.000 evrur fyrir jafntefli 1,5 milljón evra fyrir að komast í 16-liða úrslit 2,5 milljónir evra fyrir 8-liða úrslit 4 milljónir evra fyrir undanúrslit 5 milljónir evra fyrir silfurliðið 8 milljónir evra fyrir meistarana Hæsta mögulega upphæðin sem í boði er á mótinu fæst því ef Evrópumeistararnir vinna alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, og nemur 28,25 milljónum evra (um 4,2 milljörðum króna). Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn