Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 11:01 Orri Steinn Óskarsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum afar mikilvægt verkefni í næstu viku. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Takist Íslandi ætlunarverk sitt, að komast inn á EM, fær KSÍ að lágmarki 9,25 milljónir evra frá UEFA, eða jafnvirði tæplega 1,4 milljarðs króna. Með því að vinna leiki og ná lengra á mótinu fást hærri upphæðir, eins og þegar Ísland komst í 8-liða úrslit á EM 2016. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður vegna þátttöku á mótinu, og vegna bónusa leikmanna, vegur á móti þessari upphæð. Þó var það þannig að KSÍ gat eftir EM 2016 veitt aðildarfélögum sínum 453 milljónir, og samt skilað hagnaði upp á 317 milljónir. Því að komast á stórmót fylgir einfaldlega allt annar veruleiki fyrir knattspyrnusambandið. Bæta 150 milljónum við fyrir hvern sigur Ef að Ísland kemst á EM verður liðið í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Þarna er klárlega möguleiki á að ná sigri eða jafntefli, og mögulega á að komast upp úr riðlinum. Hver sigur færir KSÍ 1 milljón evra (um 150 milljónir króna), og hvert jafntefli 500.000 evrur (um 75 milljónir króna), til viðbótar við upphaflegu upphæðina sem áður var nefnd. Eftirtaldar upphæðir eru í boði, eftir því hvað lið komast langt á EM: 9,25 milljónir evra fyrir að komast á mótið 1 milljón evra fyrir sigur, 500.000 evrur fyrir jafntefli 1,5 milljón evra fyrir að komast í 16-liða úrslit 2,5 milljónir evra fyrir 8-liða úrslit 4 milljónir evra fyrir undanúrslit 5 milljónir evra fyrir silfurliðið 8 milljónir evra fyrir meistarana Hæsta mögulega upphæðin sem í boði er á mótinu fæst því ef Evrópumeistararnir vinna alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, og nemur 28,25 milljónum evra (um 4,2 milljörðum króna). Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Takist Íslandi ætlunarverk sitt, að komast inn á EM, fær KSÍ að lágmarki 9,25 milljónir evra frá UEFA, eða jafnvirði tæplega 1,4 milljarðs króna. Með því að vinna leiki og ná lengra á mótinu fást hærri upphæðir, eins og þegar Ísland komst í 8-liða úrslit á EM 2016. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður vegna þátttöku á mótinu, og vegna bónusa leikmanna, vegur á móti þessari upphæð. Þó var það þannig að KSÍ gat eftir EM 2016 veitt aðildarfélögum sínum 453 milljónir, og samt skilað hagnaði upp á 317 milljónir. Því að komast á stórmót fylgir einfaldlega allt annar veruleiki fyrir knattspyrnusambandið. Bæta 150 milljónum við fyrir hvern sigur Ef að Ísland kemst á EM verður liðið í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Þarna er klárlega möguleiki á að ná sigri eða jafntefli, og mögulega á að komast upp úr riðlinum. Hver sigur færir KSÍ 1 milljón evra (um 150 milljónir króna), og hvert jafntefli 500.000 evrur (um 75 milljónir króna), til viðbótar við upphaflegu upphæðina sem áður var nefnd. Eftirtaldar upphæðir eru í boði, eftir því hvað lið komast langt á EM: 9,25 milljónir evra fyrir að komast á mótið 1 milljón evra fyrir sigur, 500.000 evrur fyrir jafntefli 1,5 milljón evra fyrir að komast í 16-liða úrslit 2,5 milljónir evra fyrir 8-liða úrslit 4 milljónir evra fyrir undanúrslit 5 milljónir evra fyrir silfurliðið 8 milljónir evra fyrir meistarana Hæsta mögulega upphæðin sem í boði er á mótinu fæst því ef Evrópumeistararnir vinna alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, og nemur 28,25 milljónum evra (um 4,2 milljörðum króna). Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sjá meira
Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01