Fótbolti

Gylfi æfir með Vals­mönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson sló markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar þegar hann skoraði tvö mörk gegn Liechtenstein í október.
Gylfi Þór Sigurðsson sló markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar þegar hann skoraði tvö mörk gegn Liechtenstein í október. vísir/Hulda Margrét

Gylfi Þór Sigurðsson verður með Valsmönnum í æfingabúðum á Spáni sem ýtir enn frekar undir orðróminn um að hann verði með Valsliðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Björn Steinar Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Vals, staðfesti við fótbolta.net að Gylfi væri mættur til æfinga hjá Valsmönnum. Þeir eru staddir á Montecastillo á Spáni þar sem liðið verður í æfingabúðum næstu vikuna.

Markhæsti leikmaður íslenska landsliðsins hefur aldrei spilað í efstu deild á Íslandi þar sem hann var farinn mjög ungur út í atvinnumennsku. Gylfi er nú 34 ára og margir vonast til að hann geti spilað með landsliðinu í mikilvægum leikjum í lok mánaðarins.

Gylfi var síðast með Lyngby í Danmörku en fékk sig lausan frá liðinu um áramótin. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki með íslenska landsliðinu í janúarverkefnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×