„Dagný ryður brautina fyrir íþróttakonur um allan heim“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2024 08:00 Dagný Brynjarsdóttir smellir kossi á Brynjar son sinn sem nú hefur eignast lítinn bróður. VÍSIR/VILHELM Breski ríkismiðillinn BBC fjallaði í gær um heimildamyndina sem enska knattspyrnufélagið West Ham gerði um landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og meðgöngu hennar. Það var að frumkvæði West Ham sem myndin var gerð en hún var forsýnd í Lundúnum á miðvikudaginn. Í henni segir Dagný frá þeim áskorunum sem felast í því að verða mamma í fótbolta, en hún eignaðist sinn annan son í síðasta mánuði. Myndina má sjá á YouTube. Liðsfélagar Dagnýjar úr West Ham voru á meðal gesta á forsýningunni, ásamt fjölmiðlafólki og fleirum. Þar á meðal var ástralska landsliðskonan Katrina Gorry, ásamt tveggja ára dóttur sinni Harper og maka, en Gorry á von á sínu öðru barni. Hún hrósaði Dagnýju í hástert. Skilja betur vandræðin og fallegu stundirnar „Þetta er alveg magnað. Ég held að eftir því sem fleiri sjá þessa mynd þá muni fleiri skilja vandræðin sem fylgja þessu en líka fallegu stundirnar. Fólk fær að taka þátt í þeim. Dagný ryður brautina, ekki bara fyrir fótboltakonur heldur íþróttakonur um allan heim. Þegar ég var yngri hélt ég að skórnir þyrftu að fara upp í hillu áður en ég gæti stofnað til fjölskyldu. Það er gott að hlutirnir séu að breytast og félögin sýni meiri stuðning,“ sagði Gorry við BBC. „Dagný er með frábæran stuðning frá fjölskyldunni og frá félaginu sínu, svo maður skilur hvað hún er tilbúin að leggja á sig á vellinum. Það er svo mikið meiri gleði sem fylgir því að spila þegar maður er líka að spila fyrir einhvern annan. Þegar maður gengur af velli þá gefa þau manni bros. Það skiptir engu máli hvað gekk á í leiknum. Sem fótboltamaður þá getur maður ekki beðið um meira,“ sagði Gorry. Talaði við Dagnýju áður en hún samdi Gorry kveðst hafa samið við West Ham að stórum hluta vegna þess hve vel félagið standi við bakið á mæðrum. „Ég talaði talsvert við Dagnýju áður en ég skrifaði undir og vissi að hún hefði fengið mikinn stuðning hérna. Stelpurnar voru frábærar og sýndu mikinn stuðning. Það skipti mestu máli fyrir mig,“ sagði Gorry. Framherjinn Vivian Asseyi hrósaði Dagnýju einnig og sagði meðal annars: „Það er gott að við höfum núna fordæmi eins og Dagnýjar, til að sýna öllum að það er hægt að eignast barn og eiga líf [utan fótboltans].“ Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Það var að frumkvæði West Ham sem myndin var gerð en hún var forsýnd í Lundúnum á miðvikudaginn. Í henni segir Dagný frá þeim áskorunum sem felast í því að verða mamma í fótbolta, en hún eignaðist sinn annan son í síðasta mánuði. Myndina má sjá á YouTube. Liðsfélagar Dagnýjar úr West Ham voru á meðal gesta á forsýningunni, ásamt fjölmiðlafólki og fleirum. Þar á meðal var ástralska landsliðskonan Katrina Gorry, ásamt tveggja ára dóttur sinni Harper og maka, en Gorry á von á sínu öðru barni. Hún hrósaði Dagnýju í hástert. Skilja betur vandræðin og fallegu stundirnar „Þetta er alveg magnað. Ég held að eftir því sem fleiri sjá þessa mynd þá muni fleiri skilja vandræðin sem fylgja þessu en líka fallegu stundirnar. Fólk fær að taka þátt í þeim. Dagný ryður brautina, ekki bara fyrir fótboltakonur heldur íþróttakonur um allan heim. Þegar ég var yngri hélt ég að skórnir þyrftu að fara upp í hillu áður en ég gæti stofnað til fjölskyldu. Það er gott að hlutirnir séu að breytast og félögin sýni meiri stuðning,“ sagði Gorry við BBC. „Dagný er með frábæran stuðning frá fjölskyldunni og frá félaginu sínu, svo maður skilur hvað hún er tilbúin að leggja á sig á vellinum. Það er svo mikið meiri gleði sem fylgir því að spila þegar maður er líka að spila fyrir einhvern annan. Þegar maður gengur af velli þá gefa þau manni bros. Það skiptir engu máli hvað gekk á í leiknum. Sem fótboltamaður þá getur maður ekki beðið um meira,“ sagði Gorry. Talaði við Dagnýju áður en hún samdi Gorry kveðst hafa samið við West Ham að stórum hluta vegna þess hve vel félagið standi við bakið á mæðrum. „Ég talaði talsvert við Dagnýju áður en ég skrifaði undir og vissi að hún hefði fengið mikinn stuðning hérna. Stelpurnar voru frábærar og sýndu mikinn stuðning. Það skipti mestu máli fyrir mig,“ sagði Gorry. Framherjinn Vivian Asseyi hrósaði Dagnýju einnig og sagði meðal annars: „Það er gott að við höfum núna fordæmi eins og Dagnýjar, til að sýna öllum að það er hægt að eignast barn og eiga líf [utan fótboltans].“
Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira