Innlent

Milduðu dóm í um­fangs­miklu fíkniefnamáli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti eftir hádegið í dag.
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti eftir hádegið í dag. Vísir/Egill

Krzysztof Romaniuk hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn eftir hádegið.

Krzysztof  hlaut þriggja og hálfs árs dóm í héraði fyrir framleiðslu á fjórum kílóum af amfetamíni sem til stóð að selja. Landsréttur mildaði því refsingu Krzysztof um eitt ár.

Krzysztof var meðal fjögurra sem voru ákærðir í umfangsmiklu fíkniefnamáli og hlutu dóm í júlí síðastliðið sumar. Bræðurnir Rafal og Krysztof Romaniuk voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot og þjófnað ásamt samverkamönnum þeirra Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk.

Þeir voru sakaðir um vörslu 70 kannabisplantna, 34,7 kílóa af maríjúana, 11,3 kílóa af kannabisblönduðu efni og 8,2 kílóa af kannabislaufum, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Auk þess að hafa staðið í kannabis- og amfetamínræktun um nokkurt skeið.

Krysztof Romaniuk játaði að hafa vitað af amfetamínframleiðslu bróður síns og sagði það mistök að hafa ekki stöðvað hann í framleiðslunni. Að öðru leyti ætti hann engan þátt í málinu. Héraðsdómur féllst ekki á þessar skýringar Krystztof frekar en Landsréttur.

Rafal Romaniuk hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í héraði en hann átti sakaferil að baki. Þá hlutu Rafal Adrian og Jacek Olchaniwski tuttugu mánaða dóm í héraði.


Tengdar fréttir

Töluðu um gott innbrot eftir þjófnað á Rólex og Louis Vuitton

Pólskir bræður hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnabrot og þjófnað. Meðal rannsóknaraðferða lögreglu var uppsetning eftirlitsmyndavélar og notkun eftirfarar- og hlerunarbúnaðar á bifreið sakbornings.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×