Innlent

Opnað á sölu húsa í Grinda­vík

Samúel Karl Ólason skrifar
Um níu hundruð manns stendur til boða að selja íbúðarhúsnæði í Grindavík til ríkissjóðs.
Um níu hundruð manns stendur til boða að selja íbúðarhúsnæði í Grindavík til ríkissjóðs. Vísir/vilhelm

Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu.

Hægt er fylla út umsókn á Ísland.is.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að gert sé ráð fyrir að úrvinnsla umsókna taki tvær til fjórar vikur en það geti breyst.

Fólki verður gefinn rúmur tími til að sækja um að selja íbúðarhúsnæði, eða til áramóta. Þá segir í tilkynningunni að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi undirritað samkomulag við helstu lánveitendur húsnæðislána í Grindavík um yfirtöku áhvílandi lána á því húsnæði sem keypt verður af íbúum Grindavíkur og endurfjármögnun þeirra í samræmi við samkomulagið.

„Þetta er stór áfangi og það er gleðilegt að lög um kaup íbúðarhúsnæðis Grindvíkinga séu komin til framkvæmda. Ætlunin var alltaf að gera Grindvíkingum kleift að ráða örlögum sínum sjálfir og opnun umsóknarferilsins er stór áfangi í því,“ er haft eftir Þórdísi í áðurnefndri tilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×