Fótbolti

Roma lék Brighton grátt en Leverkusen slapp með skrekkinn

Sindri Sverrisson skrifar
Roma vann afar öruggan sigur í kvöld.
Roma vann afar öruggan sigur í kvöld. Getty/Giuseppe Bellini

Roma kom sér langleiðina í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta með frábærum 4-0 sigri gegn Brighton í Rómarborg í kvöld.

Paulo Dybala, Romelu Lukaku, Gianluca Mancini og Bryan Cristante skoruðu mörk Rómarliðsins sem nú virðist nánast formsatriði að komist áfram í keppninni, þó seinni leikurinn sé eftir á Englandi eftir viku.

Toppliðið í Þýskalandi, Leverkusen, virtist hins vegar ætla að lenda í miklum vandræðum gegn Qarabag í Aserbaísjan. Heimamenn komust í 2-0 í fyrri hálfleik og þannig var staðan þegar komið var fram á 70. mínútu.

Florian Wirtz og Patrik Schick, sem báðir höfðu komið inn á sem varamenn, sáu hins vegar til þess að staðan er jöfn, 2-2, fyrir seinni leikinn. Wirtz skoraði á 70. mínútu og Schick jafnaði metin í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×