Höfðu haft grun um ólögmæta starfsemi í nokkur ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. mars 2024 16:01 „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár,“ segir Grímur Grímsson. Vísir/Vilhelm Nokkur ár eru síðan athygli lögreglu var vakin á meintu mansali og annarri ólögmætri starfsemi víetnamska athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Börn voru á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu. „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár,“ segir Grímur Grímsson. Sex manns, þrír karlmenn og þrjár konur hafa verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í kjölfar umfangsmikilla aðgerða sem lögregla réðst í í gær. Tilefni aðgerðarinnar var rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Grímur segir að nú taki við hefðbundin framhaldsrannsókn við yfirheyrslur og úrvinnslu þeirra gagna sem hald var lagt á í gær. „Það var farið fram á vikulangt gæsluvarðhald svo það þarf að vinna hratt í þessari viku.“ Farið var í tuttugu og fimm húsleitir, þar af flestar á höfuðborgarsvæðinu. Húsleitirnar fóru fram á veitingastöðum, heimilum og í gistiheimilinu Kastalanum. Grímur segir að hald hafi verið lagt á talsvert af gögnum og eitthvað af fjármunum en vill ekki gefa upp hversu mikið. Þá sé til skoðunar hvort og þá hvaða eignir verði frystar. Börn á heimilum grunaðra og sem og brotaþola Grunur leikur á að um mansal sé að ræða, og hefur Grímur sagt meinta þolendur þess meðal annars vera starfsfólk veitingastaða. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsamanna, þar að segja svokallað vinnumansal. En svo það sé skýrt þá var ekki um að ræða barn sem grunur væri á að verið væri að nýta í þessu skyni, en hinsvegar voru börn á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu.“ Það er þá spurning um með hvaða hætti hagnýtingin hafi verið og þá hvort hún hafi verið ólögmæt. Grímur segir ákvæði hegningarlaga um mansal alveg skýrt. „Það eru ákveðnir þættir sem þarf að uppfylla. Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þá séu ýmis úrræði til staðar fyrir fólk sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. „Í tilvikunum í gær var það ekki þannig að það fólk færi í húsnæði á vegum sveitafélaga, en sveitafélögin bera ábyrgð á því ef til þess kemur. En það voru starfsmenn Reykjavíkurborgar og starfsenn stofnanna og félagasamtaka sem komu að þessu með okkur og hafa ákveðið hlutverk þegar grunur er um mansal. En sú vinna er í gangi að viðkomandi geti fengið dvalarleyfi á grundvelli þess að hann sé hugsanlega fórnarlamb mansals.“ Um er að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Þá segir Grímur að nokkur ár séu liðin frá því að athygli lögreglunnar var fyrst vakin á starfseminni. „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár.“ Lögreglumál Mansal Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár,“ segir Grímur Grímsson. Sex manns, þrír karlmenn og þrjár konur hafa verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í kjölfar umfangsmikilla aðgerða sem lögregla réðst í í gær. Tilefni aðgerðarinnar var rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Grímur segir að nú taki við hefðbundin framhaldsrannsókn við yfirheyrslur og úrvinnslu þeirra gagna sem hald var lagt á í gær. „Það var farið fram á vikulangt gæsluvarðhald svo það þarf að vinna hratt í þessari viku.“ Farið var í tuttugu og fimm húsleitir, þar af flestar á höfuðborgarsvæðinu. Húsleitirnar fóru fram á veitingastöðum, heimilum og í gistiheimilinu Kastalanum. Grímur segir að hald hafi verið lagt á talsvert af gögnum og eitthvað af fjármunum en vill ekki gefa upp hversu mikið. Þá sé til skoðunar hvort og þá hvaða eignir verði frystar. Börn á heimilum grunaðra og sem og brotaþola Grunur leikur á að um mansal sé að ræða, og hefur Grímur sagt meinta þolendur þess meðal annars vera starfsfólk veitingastaða. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsamanna, þar að segja svokallað vinnumansal. En svo það sé skýrt þá var ekki um að ræða barn sem grunur væri á að verið væri að nýta í þessu skyni, en hinsvegar voru börn á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu.“ Það er þá spurning um með hvaða hætti hagnýtingin hafi verið og þá hvort hún hafi verið ólögmæt. Grímur segir ákvæði hegningarlaga um mansal alveg skýrt. „Það eru ákveðnir þættir sem þarf að uppfylla. Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þá séu ýmis úrræði til staðar fyrir fólk sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. „Í tilvikunum í gær var það ekki þannig að það fólk færi í húsnæði á vegum sveitafélaga, en sveitafélögin bera ábyrgð á því ef til þess kemur. En það voru starfsmenn Reykjavíkurborgar og starfsenn stofnanna og félagasamtaka sem komu að þessu með okkur og hafa ákveðið hlutverk þegar grunur er um mansal. En sú vinna er í gangi að viðkomandi geti fengið dvalarleyfi á grundvelli þess að hann sé hugsanlega fórnarlamb mansals.“ Um er að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Þá segir Grímur að nokkur ár séu liðin frá því að athygli lögreglunnar var fyrst vakin á starfseminni. „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár.“
Lögreglumál Mansal Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28