Höfðu haft grun um ólögmæta starfsemi í nokkur ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. mars 2024 16:01 „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár,“ segir Grímur Grímsson. Vísir/Vilhelm Nokkur ár eru síðan athygli lögreglu var vakin á meintu mansali og annarri ólögmætri starfsemi víetnamska athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Börn voru á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu. „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár,“ segir Grímur Grímsson. Sex manns, þrír karlmenn og þrjár konur hafa verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í kjölfar umfangsmikilla aðgerða sem lögregla réðst í í gær. Tilefni aðgerðarinnar var rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Grímur segir að nú taki við hefðbundin framhaldsrannsókn við yfirheyrslur og úrvinnslu þeirra gagna sem hald var lagt á í gær. „Það var farið fram á vikulangt gæsluvarðhald svo það þarf að vinna hratt í þessari viku.“ Farið var í tuttugu og fimm húsleitir, þar af flestar á höfuðborgarsvæðinu. Húsleitirnar fóru fram á veitingastöðum, heimilum og í gistiheimilinu Kastalanum. Grímur segir að hald hafi verið lagt á talsvert af gögnum og eitthvað af fjármunum en vill ekki gefa upp hversu mikið. Þá sé til skoðunar hvort og þá hvaða eignir verði frystar. Börn á heimilum grunaðra og sem og brotaþola Grunur leikur á að um mansal sé að ræða, og hefur Grímur sagt meinta þolendur þess meðal annars vera starfsfólk veitingastaða. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsamanna, þar að segja svokallað vinnumansal. En svo það sé skýrt þá var ekki um að ræða barn sem grunur væri á að verið væri að nýta í þessu skyni, en hinsvegar voru börn á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu.“ Það er þá spurning um með hvaða hætti hagnýtingin hafi verið og þá hvort hún hafi verið ólögmæt. Grímur segir ákvæði hegningarlaga um mansal alveg skýrt. „Það eru ákveðnir þættir sem þarf að uppfylla. Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þá séu ýmis úrræði til staðar fyrir fólk sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. „Í tilvikunum í gær var það ekki þannig að það fólk færi í húsnæði á vegum sveitafélaga, en sveitafélögin bera ábyrgð á því ef til þess kemur. En það voru starfsmenn Reykjavíkurborgar og starfsenn stofnanna og félagasamtaka sem komu að þessu með okkur og hafa ákveðið hlutverk þegar grunur er um mansal. En sú vinna er í gangi að viðkomandi geti fengið dvalarleyfi á grundvelli þess að hann sé hugsanlega fórnarlamb mansals.“ Um er að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Þá segir Grímur að nokkur ár séu liðin frá því að athygli lögreglunnar var fyrst vakin á starfseminni. „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár.“ Lögreglumál Mansal Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
„Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár,“ segir Grímur Grímsson. Sex manns, þrír karlmenn og þrjár konur hafa verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í kjölfar umfangsmikilla aðgerða sem lögregla réðst í í gær. Tilefni aðgerðarinnar var rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Grímur segir að nú taki við hefðbundin framhaldsrannsókn við yfirheyrslur og úrvinnslu þeirra gagna sem hald var lagt á í gær. „Það var farið fram á vikulangt gæsluvarðhald svo það þarf að vinna hratt í þessari viku.“ Farið var í tuttugu og fimm húsleitir, þar af flestar á höfuðborgarsvæðinu. Húsleitirnar fóru fram á veitingastöðum, heimilum og í gistiheimilinu Kastalanum. Grímur segir að hald hafi verið lagt á talsvert af gögnum og eitthvað af fjármunum en vill ekki gefa upp hversu mikið. Þá sé til skoðunar hvort og þá hvaða eignir verði frystar. Börn á heimilum grunaðra og sem og brotaþola Grunur leikur á að um mansal sé að ræða, og hefur Grímur sagt meinta þolendur þess meðal annars vera starfsfólk veitingastaða. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsamanna, þar að segja svokallað vinnumansal. En svo það sé skýrt þá var ekki um að ræða barn sem grunur væri á að verið væri að nýta í þessu skyni, en hinsvegar voru börn á heimilum bæði brotaþola og grunaðra í málinu.“ Það er þá spurning um með hvaða hætti hagnýtingin hafi verið og þá hvort hún hafi verið ólögmæt. Grímur segir ákvæði hegningarlaga um mansal alveg skýrt. „Það eru ákveðnir þættir sem þarf að uppfylla. Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þá séu ýmis úrræði til staðar fyrir fólk sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. „Í tilvikunum í gær var það ekki þannig að það fólk færi í húsnæði á vegum sveitafélaga, en sveitafélögin bera ábyrgð á því ef til þess kemur. En það voru starfsmenn Reykjavíkurborgar og starfsenn stofnanna og félagasamtaka sem komu að þessu með okkur og hafa ákveðið hlutverk þegar grunur er um mansal. En sú vinna er í gangi að viðkomandi geti fengið dvalarleyfi á grundvelli þess að hann sé hugsanlega fórnarlamb mansals.“ Um er að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Þá segir Grímur að nokkur ár séu liðin frá því að athygli lögreglunnar var fyrst vakin á starfseminni. „Við höfum haft grun um að maðkur sé í mysunni í nokkur ár.“
Lögreglumál Mansal Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28