Innlent

Kristinn braut siða­reglur Blaða­manna­fé­lagsins

Jakob Bjarnar skrifar
Kristinn tók ekkert mark á andmælum mannsins og tók myndir traustataki án leyfis.
Kristinn tók ekkert mark á andmælum mannsins og tók myndir traustataki án leyfis. aðsend

Kristinn H. Gunnarsson ritstjóri Bæjarins besta telst hafa brotið Siðareglur blaðamannafélags Íslands og er brotið ámælisvert.

Um er að ræða fyrsta efnislega úrskurð eftir að Siðareglur BÍ voru uppfærðar. Það var Ívar Örn Hauksson lögmaður og veiðimaður sem kærði Kristinn fyrir frétt um veiðar í Sunnudalsá 31. október 2023 og síðar.

Kristinn tók traustataki þrjár myndir í frétt sem voru úr myndbandi Ívars Arnar og birti án þess að geta heimilda eða hvaðan myndirnar voru fengnar. Það er brot á 7. grein siðareglna.

Þá gætir verulegrar ónákvæmni í frásögninni. „Áður en fyrsta frétt skv. framansögðu var birt á vef Bæjarins besta hafði kærði fengið þær upplýsingar frá kæranda að hann hafi einungis verið við myndatökur við Sunndalsá 15. október 2023 en ekki við veiðar. Fréttina mátti hins vegar skilja svo að kærandi hafi verið að veiðum í ánni í óleyfi landeigenda.“

Fram kemur að Kristinn, sem ekki nýtti andmælarétt sinn við úrskurð málsins, hafi hvorki veitt kæranda andmælarétt né fært fram leiðréttingar þegar þess var óskað. Það er brot á 2. grein siðareglna sem og 3. grein.


Tengdar fréttir

Rang­færslur Kristins H. Gunnars­sonar leið­réttar

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, birti grein á þessum vettvangi hinn 5. júní síðastliðinn undir fyrirsögninni Fiskveiðiauðlindin III – stærsta gjöfin. Í greininni voru margvíslegar rangfærslur um Samherja hf. sem ástæða er til að leiðrétta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×