Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2024 12:28 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. Þann 10. febrúar hélt þriggja manna sendinefnd frá utanríkisráðuneytinu út til Kaíró í Egyptalandi í þeim tilgangi að greiða fyrir för dvalarleyfishafanna út af Gasasvæðinu. Nefndin hefur verið í Kaíró í margar vikur að vinna í málinu en stjórnvöld í Ísrael og Egyptalandi stjórna umferð yfir landamæri Rafah-landamærastöðvarinnar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra átti símafund með Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels fyrir viku síðan, til að reyna að hraða afgreiðslu málsins. Hann lýsti aðdraganda símafundarins í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Svona uppsafnað, þá var það orðin tilfinning okkar fólks á svæðinu að það gæti þurft að beita pólitískum og diplómatískum leiðum til að liðka fyrir afgreiðslu listans sem við höfðum lagt fram og vörðuðu þá sem höfðu fengið dvalarleyfi samþykkt á Íslandi og í framhaldi af því þá óskaði ég eftir samtali við utanríkisráðherra Ísraels.“ Bjarni bað Katz um að veita ráðuneytinu liðsinni. „Í framhaldi af því þá fóru hlutirnir aðeins að taka við sér og það komst hreyfing á málið og drjúgur meirihluti allra á listanum var á endanum samþykktur þótt það hafi ekki átt við um alla og okkar fólk, sem unnið alveg ótrúlega og merkilega og mikilvæga vinnu á svæðinu, tók þá við keflinu og hjálpaði til við að sækja fólkið og koma því í örugga höfn í Egyptalandi sem verður eins konar millilending áður en fólkið kemur alla leið til Íslands.“ Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu komust tólf einstaklingar á lista stjórnvalda yfir landamærin án aðkomu íslenskra stjórnvalda en íslenskir sjálfboðaliðar hafa unnið síðastliðnar vikur við að aðstoða dvalarleyfishafa yfir landamærin en nú þegar stjórnvöld hafa náð sjötíu og tveimur út af svæðinu eru þrettán dvalarleyfishafar enn fastir á Gasa. Í Facebookfærslu frá íslensku sjálfboðaliðunum í Kaíró kemur fram að það séu miklar gleðifréttir og léttir að tekist hafi að greiða leið sjötíu og tveggja dvalarleyfishafa. Þau segja verki þeirra í Kaíró ekki vera lokið og að fjármagnið sem hafi safnast fari í ná öllum dvalarleyfishöfum út af Gasa. Gengið er út frá því að palestínski hópurinn komi til Íslands á næstu dögum en íslensk stjórnvöld hafa lofað egypskum stjórnvöldum að íslensku dvalarleyfishafarnir verði farnir frá Egyptalandi innan sjötíu og tveggja klukkustunda. Á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins kemur fram að Vinnumálastofnun vinni að móttöku fólksins hér á landi í samráði við sveitarfélög. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Ísrael Tengdar fréttir Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist. 28. febrúar 2024 16:31 Sjálfboðaliðar komu tólf dvalarleyfishöfum frá Gasa 12 einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar var komið yfir landamæri Egyptalands af hópi sjálfboðaliða í dag. Sema Erla Serdaroglu greinir frá því að á meðal þeirra séu særð og veik börn og alvarlega veikum eldri manni. 22. febrúar 2024 21:44 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þann 10. febrúar hélt þriggja manna sendinefnd frá utanríkisráðuneytinu út til Kaíró í Egyptalandi í þeim tilgangi að greiða fyrir för dvalarleyfishafanna út af Gasasvæðinu. Nefndin hefur verið í Kaíró í margar vikur að vinna í málinu en stjórnvöld í Ísrael og Egyptalandi stjórna umferð yfir landamæri Rafah-landamærastöðvarinnar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra átti símafund með Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels fyrir viku síðan, til að reyna að hraða afgreiðslu málsins. Hann lýsti aðdraganda símafundarins í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Svona uppsafnað, þá var það orðin tilfinning okkar fólks á svæðinu að það gæti þurft að beita pólitískum og diplómatískum leiðum til að liðka fyrir afgreiðslu listans sem við höfðum lagt fram og vörðuðu þá sem höfðu fengið dvalarleyfi samþykkt á Íslandi og í framhaldi af því þá óskaði ég eftir samtali við utanríkisráðherra Ísraels.“ Bjarni bað Katz um að veita ráðuneytinu liðsinni. „Í framhaldi af því þá fóru hlutirnir aðeins að taka við sér og það komst hreyfing á málið og drjúgur meirihluti allra á listanum var á endanum samþykktur þótt það hafi ekki átt við um alla og okkar fólk, sem unnið alveg ótrúlega og merkilega og mikilvæga vinnu á svæðinu, tók þá við keflinu og hjálpaði til við að sækja fólkið og koma því í örugga höfn í Egyptalandi sem verður eins konar millilending áður en fólkið kemur alla leið til Íslands.“ Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu komust tólf einstaklingar á lista stjórnvalda yfir landamærin án aðkomu íslenskra stjórnvalda en íslenskir sjálfboðaliðar hafa unnið síðastliðnar vikur við að aðstoða dvalarleyfishafa yfir landamærin en nú þegar stjórnvöld hafa náð sjötíu og tveimur út af svæðinu eru þrettán dvalarleyfishafar enn fastir á Gasa. Í Facebookfærslu frá íslensku sjálfboðaliðunum í Kaíró kemur fram að það séu miklar gleðifréttir og léttir að tekist hafi að greiða leið sjötíu og tveggja dvalarleyfishafa. Þau segja verki þeirra í Kaíró ekki vera lokið og að fjármagnið sem hafi safnast fari í ná öllum dvalarleyfishöfum út af Gasa. Gengið er út frá því að palestínski hópurinn komi til Íslands á næstu dögum en íslensk stjórnvöld hafa lofað egypskum stjórnvöldum að íslensku dvalarleyfishafarnir verði farnir frá Egyptalandi innan sjötíu og tveggja klukkustunda. Á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins kemur fram að Vinnumálastofnun vinni að móttöku fólksins hér á landi í samráði við sveitarfélög.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Ísrael Tengdar fréttir Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist. 28. febrúar 2024 16:31 Sjálfboðaliðar komu tólf dvalarleyfishöfum frá Gasa 12 einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar var komið yfir landamæri Egyptalands af hópi sjálfboðaliða í dag. Sema Erla Serdaroglu greinir frá því að á meðal þeirra séu særð og veik börn og alvarlega veikum eldri manni. 22. febrúar 2024 21:44 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39
Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist. 28. febrúar 2024 16:31
Sjálfboðaliðar komu tólf dvalarleyfishöfum frá Gasa 12 einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar var komið yfir landamæri Egyptalands af hópi sjálfboðaliða í dag. Sema Erla Serdaroglu greinir frá því að á meðal þeirra séu særð og veik börn og alvarlega veikum eldri manni. 22. febrúar 2024 21:44