Átta handteknir og tugir taldir þolendur mansals Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 6. mars 2024 11:23 Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sex einstaklingum. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að aðgerðirnar í gær séu með þeim umfangsmestu sem ráðist hafi verið í hérlendis. Vísir/Arnar Lögreglan handtók átta einstaklinga í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Meintir þolendur mansals telja nokkra tugi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við fréttastofu. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir sex þeirra í dag. Grímur segir mestmegnis um karlmenn að ræða en að minnsta kosti ein kona er þeirra á meðal. Fólkið er ekki tengt fjölskylduböndum en tengist í gegnum viðskipti og rekstur. Tugir mögulega þolendur mansals Að sögn Gríms var um gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir að ræða en það sem standi uppi séu grunur um mansal, smygl á fólki til landsins, peningaþvætti og brot á útlendingalögum. Grímur vildi ekki segja til um hversu mörg meint fórnarlömb mansals væru, en þau skiptu tugum. Rætt hefði verið við þau öll í gær. Ekki leikur grunur á að börn séu á meðal meintra þolenda, en barnavernd hafði aðkomu að aðgerðum í gær. Grímur segir að það hafi verið samkvæmt verklagi þar sem grunur lék á að börn væru á einhverjum af þeim heimilum þar sem farið var í húsleitir. „Síðan er það þannig að það er í þessu máli, grunur um að starfsfólk á veitingastöðum þar sem við fórum í húsleitir, sé fórnarlömb manssals. Það getur verið fjölskyldufólk, þannig að barnaverndarnefnd þarf að koma að slíkum málum þegar verið er að bjóða viðunandi úrræði fyrir möguleg fórnarlömb mansals.“ Aðspurður um hvar fólkið, meintir þolendur, sé niðurkomið núna, segir Grímur að enginn hafi þurft á húsnæðisaðstoð að halda en unnið sé að því að útvega því viðeigandi úrræði. Engin fíkniefni fundust Grímur segir að eitt sakarefnanna sem legið hafi fyrir áður en ráðist var til aðgerðanna í gær hafi verið um hvort fíkniefni væru á þeim stöðum eða einhverskonar framleiðsla. Hann segir þó engin fíkniefni hafa verið handlögð við húsleitirnar í gær. Aðspurður um hvort Davíð Viðarsson, sem meðal annars er eigandi Vy- þrifa og veitingastaðanna Wok-on og Pho Vietnam, sé á meðal þeirra handteknu, segist Grímur ekki muni gefa upp nöfn neinna einstaklinga. Mikilvægt sé að hafa í huga að engin hafi verið sakfelldur, aðeins sé um grun að ræða og rannsókn málsins sé á frumstigum. Þá segir Grímur að aðgerðirnar í gær séu með stærri lögregluaðgerðum sem ráðist hafi verið í hér á landi, en tekur fram að sérstakur saksóknari hafi farið í ámóta stóra rannsókn í kringum hrunmálin. Málin séu af svipaðri stærðargráðu. Undirbúningur aðgerðanna í gær hafi staðið yfir í langan tíma og rannsókn teygi sig nokkur ár aftur í tímann. Hátt í 100 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Aðgerðum lauk í kringum miðnætti Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórnarlömb meints mansals hafa verið virkjuð. 6. mars 2024 08:28 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við fréttastofu. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir sex þeirra í dag. Grímur segir mestmegnis um karlmenn að ræða en að minnsta kosti ein kona er þeirra á meðal. Fólkið er ekki tengt fjölskylduböndum en tengist í gegnum viðskipti og rekstur. Tugir mögulega þolendur mansals Að sögn Gríms var um gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir að ræða en það sem standi uppi séu grunur um mansal, smygl á fólki til landsins, peningaþvætti og brot á útlendingalögum. Grímur vildi ekki segja til um hversu mörg meint fórnarlömb mansals væru, en þau skiptu tugum. Rætt hefði verið við þau öll í gær. Ekki leikur grunur á að börn séu á meðal meintra þolenda, en barnavernd hafði aðkomu að aðgerðum í gær. Grímur segir að það hafi verið samkvæmt verklagi þar sem grunur lék á að börn væru á einhverjum af þeim heimilum þar sem farið var í húsleitir. „Síðan er það þannig að það er í þessu máli, grunur um að starfsfólk á veitingastöðum þar sem við fórum í húsleitir, sé fórnarlömb manssals. Það getur verið fjölskyldufólk, þannig að barnaverndarnefnd þarf að koma að slíkum málum þegar verið er að bjóða viðunandi úrræði fyrir möguleg fórnarlömb mansals.“ Aðspurður um hvar fólkið, meintir þolendur, sé niðurkomið núna, segir Grímur að enginn hafi þurft á húsnæðisaðstoð að halda en unnið sé að því að útvega því viðeigandi úrræði. Engin fíkniefni fundust Grímur segir að eitt sakarefnanna sem legið hafi fyrir áður en ráðist var til aðgerðanna í gær hafi verið um hvort fíkniefni væru á þeim stöðum eða einhverskonar framleiðsla. Hann segir þó engin fíkniefni hafa verið handlögð við húsleitirnar í gær. Aðspurður um hvort Davíð Viðarsson, sem meðal annars er eigandi Vy- þrifa og veitingastaðanna Wok-on og Pho Vietnam, sé á meðal þeirra handteknu, segist Grímur ekki muni gefa upp nöfn neinna einstaklinga. Mikilvægt sé að hafa í huga að engin hafi verið sakfelldur, aðeins sé um grun að ræða og rannsókn málsins sé á frumstigum. Þá segir Grímur að aðgerðirnar í gær séu með stærri lögregluaðgerðum sem ráðist hafi verið í hér á landi, en tekur fram að sérstakur saksóknari hafi farið í ámóta stóra rannsókn í kringum hrunmálin. Málin séu af svipaðri stærðargráðu. Undirbúningur aðgerðanna í gær hafi staðið yfir í langan tíma og rannsókn teygi sig nokkur ár aftur í tímann. Hátt í 100 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Aðgerðum lauk í kringum miðnætti Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórnarlömb meints mansals hafa verið virkjuð. 6. mars 2024 08:28 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42
Aðgerðum lauk í kringum miðnætti Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórnarlömb meints mansals hafa verið virkjuð. 6. mars 2024 08:28
Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54