Mascherano um viðræður við Messi: Ekki auðvelt fyrir hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 13:00 Javier Mascherano talar við Lionel Messi þegar þeir léku saman á HM í Rússlandi 2018. Getty/Chris Brunskill Javier Mascherano, þjálfari Ólympíuliðs Argentínumanna, segist hafa rætt við Lionel Messi um að Messi spili með liðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Mascherano staðfestir vissulega viðræðurnar en segir að staðan sé langt frá því að vera einföld. Félög eru ekki skuldbundin til að sleppa leikmönnum á Ólympíuleikana. Þar keppa undir 23 ára landslið en þau mega taka með sér þrjá eldri leikmenn. AHORA ME VOLVÍ A ILUSIONARJavier Mascherano CONFIRMÓ que invitó a Lionel Messi para que sea parte del plantel de los Juegos Olímpicos de París.Incluso, dijo que volverán a charlar en unos meses para resolver su posible presencia pic.twitter.com/qYF22CEMdf— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) March 5, 2024 Það er almennt búist við því að Messi spili með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni fyrr um sumarið. Sú keppni fer fram 20. júní til 10. júlí en Ólympíuleikarnir eru síðan frá 24. júlí til 10. ágúst. „Ég hef talað við Leo og við ákváðum að halda áfram að tala saman,“ sagði Mascherano sem var liðsfélagi Messi hjá bæði Barcelona og argentínska landsliðinu. „Hann var að byrja tímabilið með Inter Miami og við höfum enn tíma fram að Ólympíuleikunum. Við verðum líka að taka tillit til þess að Copa América er í sumar. Þetta er ekki auðvelt fyrir hann,“ sagði Mascherano. „Við verðum bara að sjá til hvort hann hafi orkuna í þetta. Þetta er ekki okkar ætlun að trufla hann eða setja pressu á hann. Við buðum honum þennan möguleika að fyrra bragði og gáfum honum allar upplýsingarnar sem hann þarf að hugsa um og tala um við félagið sitt,“ sagði Mascherano. „Það er ekki auðvelt fyrir hann að útskýra enn frekari fjarveru fyrir Inter Miami. Hann mun taka þetta ákvörðun þegar rétti tíminn rennur upp,“ sagði Mascherano. Mascherano og Messi urðu Ólympíumeistarar saman á leikunum í Peking fyrir sextán árum síðan. Mascherano: "I spoke with Messi and we sent him an invitation to participate in the Olympics, and we agreed to talk again later." pic.twitter.com/eUS3GTwdYI— Messi Updates (@M10Update) March 5, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Mascherano staðfestir vissulega viðræðurnar en segir að staðan sé langt frá því að vera einföld. Félög eru ekki skuldbundin til að sleppa leikmönnum á Ólympíuleikana. Þar keppa undir 23 ára landslið en þau mega taka með sér þrjá eldri leikmenn. AHORA ME VOLVÍ A ILUSIONARJavier Mascherano CONFIRMÓ que invitó a Lionel Messi para que sea parte del plantel de los Juegos Olímpicos de París.Incluso, dijo que volverán a charlar en unos meses para resolver su posible presencia pic.twitter.com/qYF22CEMdf— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) March 5, 2024 Það er almennt búist við því að Messi spili með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni fyrr um sumarið. Sú keppni fer fram 20. júní til 10. júlí en Ólympíuleikarnir eru síðan frá 24. júlí til 10. ágúst. „Ég hef talað við Leo og við ákváðum að halda áfram að tala saman,“ sagði Mascherano sem var liðsfélagi Messi hjá bæði Barcelona og argentínska landsliðinu. „Hann var að byrja tímabilið með Inter Miami og við höfum enn tíma fram að Ólympíuleikunum. Við verðum líka að taka tillit til þess að Copa América er í sumar. Þetta er ekki auðvelt fyrir hann,“ sagði Mascherano. „Við verðum bara að sjá til hvort hann hafi orkuna í þetta. Þetta er ekki okkar ætlun að trufla hann eða setja pressu á hann. Við buðum honum þennan möguleika að fyrra bragði og gáfum honum allar upplýsingarnar sem hann þarf að hugsa um og tala um við félagið sitt,“ sagði Mascherano. „Það er ekki auðvelt fyrir hann að útskýra enn frekari fjarveru fyrir Inter Miami. Hann mun taka þetta ákvörðun þegar rétti tíminn rennur upp,“ sagði Mascherano. Mascherano og Messi urðu Ólympíumeistarar saman á leikunum í Peking fyrir sextán árum síðan. Mascherano: "I spoke with Messi and we sent him an invitation to participate in the Olympics, and we agreed to talk again later." pic.twitter.com/eUS3GTwdYI— Messi Updates (@M10Update) March 5, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira