Þingpallarnir opnir eins og aðra daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2024 14:38 Þingvörður reynir að fjarlægja karlmanninn af þingpöllunum. Ásmundur Friðriksson Skrifstofustjóri Alþingis segir þingpallana opna á Alþingi í dag eins og kveðið sé á um í stjórnarskránni þrátt fyrir óþægilegt atvik síðdegis í gær. Þá þurfti að fjarlægja hælisleitendur af pöllunum sem trufluðu þingstörf. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ávarpaði þingið í upphafi fundar klukkan 13:30 í dag vegna atviksins. Þá byrjaði hælisleitandi á þingpöllunum að kalla á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hún var nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Var maðurinn fjarlægður ásamt tveimur til viðbótar. Þar sagði hann að samkvæmt stjórnarskrárlögum væri Alþingi friðheilagt og engin mætti raska friði þess eða frelsi. „Þingfundir eru haldnir í heyranda hljóði og almenningur getur fylgst með störfum þess. Það er mikilvægur liður í þeirri lýðræðislegu skipan sem við búum við,“ sagði Birgir. „Í því felst hins vegar ekki réttur til að trufla starfsemi þingsins eða raska með öðrum hætti störfum þess.“ Birgir sagði öryggismál sem varði þingið og þingmenn að sjálfsögðu stöðugt til skoðunar og endurmats. Atvik sem komi upp hafi að sjálfsögðu áhrif á það mat. Dæmi um það sé atvikið í gær. „Það verður farið vel yfir verklag og öryggisráðstafanir sem tilefni er til að gera af því tilefni,“ sagði Birgir. Hann væri í góðu samtali við starfsmenn þingsins sem beri ábyrgð á öryggismálum og lögreglu. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í raun og veru ekkert breytt eftir atburði gærdagsins. Stöðugt samtal eigi sér einfaldlega stað milli lögreglu og Alþingis þegar komi að lögregluráðstöfunum. Lögregla fjarlægði manninn í gær en fram kom í frétt Mbl.is að hann hefði ekki verið handtekinn heldur komið í viðeigandi úrræði. Ragna segir þingpallana opna í dag eins og aðra daga. Tveir lögreglumenn séu á vakt eins og sé allajafna þegar þingið er við störf. Tveir lögreglumenn hafa verið á slíkri vakt síðan þingið gerði samstarfs- og þjónustusamning við ríkislögreglustjóra fyrir um tveimur árum. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01 Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ávarpaði þingið í upphafi fundar klukkan 13:30 í dag vegna atviksins. Þá byrjaði hælisleitandi á þingpöllunum að kalla á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hún var nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Var maðurinn fjarlægður ásamt tveimur til viðbótar. Þar sagði hann að samkvæmt stjórnarskrárlögum væri Alþingi friðheilagt og engin mætti raska friði þess eða frelsi. „Þingfundir eru haldnir í heyranda hljóði og almenningur getur fylgst með störfum þess. Það er mikilvægur liður í þeirri lýðræðislegu skipan sem við búum við,“ sagði Birgir. „Í því felst hins vegar ekki réttur til að trufla starfsemi þingsins eða raska með öðrum hætti störfum þess.“ Birgir sagði öryggismál sem varði þingið og þingmenn að sjálfsögðu stöðugt til skoðunar og endurmats. Atvik sem komi upp hafi að sjálfsögðu áhrif á það mat. Dæmi um það sé atvikið í gær. „Það verður farið vel yfir verklag og öryggisráðstafanir sem tilefni er til að gera af því tilefni,“ sagði Birgir. Hann væri í góðu samtali við starfsmenn þingsins sem beri ábyrgð á öryggismálum og lögreglu. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í raun og veru ekkert breytt eftir atburði gærdagsins. Stöðugt samtal eigi sér einfaldlega stað milli lögreglu og Alþingis þegar komi að lögregluráðstöfunum. Lögregla fjarlægði manninn í gær en fram kom í frétt Mbl.is að hann hefði ekki verið handtekinn heldur komið í viðeigandi úrræði. Ragna segir þingpallana opna í dag eins og aðra daga. Tveir lögreglumenn séu á vakt eins og sé allajafna þegar þingið er við störf. Tveir lögreglumenn hafa verið á slíkri vakt síðan þingið gerði samstarfs- og þjónustusamning við ríkislögreglustjóra fyrir um tveimur árum.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01 Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01
Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00