„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 19:01 Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir þingmenn finna fyrir breyttu umhverfu. Vilhelm/Ásmundur Friðriksson Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atvikið átti sér stað þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Birgir segir að fyrst hafi verið gert fimm mínútna hlið á þingfundi vegna atviksins og það hafi síðan verið framlengt um tíu mínútur svo þingmenn gætu náð áttum. Birgir segir að atvikið sé þess eðlis að skoða verði öryggismál á þinginu, sem séu þó í stöðugri skoðun. „Við erum auðvitað í þeirri stöðu að það þarf að meta öryggismál hér á þinginu eiginlega frá degi til dags. Það fólk hjá skrifstofu Alþingis sem sér um þau mál er í nánu sambandi við lögreglu um hvernig það sé gert. Uppákomur af þessu tagi gera það auðvitað að verkum að það þarf að fara yfir hlutina.“ Aðspurður út í önnur álíka atvik sem hafa átt sér stað undanfarið, líkt og þegar glimmeri var kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra og snjóboltakasti í bíl Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns, segir Birgir: „Ég held að þingmenn almennt talað verða varir við breytt umhverfi. Þetta hefur komið svona í bylgjum í gegnum árin. Stundum er ólóleiki í kringum þingið, jafnvel þannig að fólk hefur fundist sér ógnað, en stundum er rólegra. Undanfarnar vikur hafa komið upp nokkur tilvik sem gefa okkur tilefni til að fara yfir stöðuna og endurmeta aðstæður. Og í framhaldi af þessu máli munum við auðvitað gera það.“ Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atvikið átti sér stað þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Birgir segir að fyrst hafi verið gert fimm mínútna hlið á þingfundi vegna atviksins og það hafi síðan verið framlengt um tíu mínútur svo þingmenn gætu náð áttum. Birgir segir að atvikið sé þess eðlis að skoða verði öryggismál á þinginu, sem séu þó í stöðugri skoðun. „Við erum auðvitað í þeirri stöðu að það þarf að meta öryggismál hér á þinginu eiginlega frá degi til dags. Það fólk hjá skrifstofu Alþingis sem sér um þau mál er í nánu sambandi við lögreglu um hvernig það sé gert. Uppákomur af þessu tagi gera það auðvitað að verkum að það þarf að fara yfir hlutina.“ Aðspurður út í önnur álíka atvik sem hafa átt sér stað undanfarið, líkt og þegar glimmeri var kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra og snjóboltakasti í bíl Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns, segir Birgir: „Ég held að þingmenn almennt talað verða varir við breytt umhverfi. Þetta hefur komið svona í bylgjum í gegnum árin. Stundum er ólóleiki í kringum þingið, jafnvel þannig að fólk hefur fundist sér ógnað, en stundum er rólegra. Undanfarnar vikur hafa komið upp nokkur tilvik sem gefa okkur tilefni til að fara yfir stöðuna og endurmeta aðstæður. Og í framhaldi af þessu máli munum við auðvitað gera það.“
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira