„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 19:01 Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir þingmenn finna fyrir breyttu umhverfu. Vilhelm/Ásmundur Friðriksson Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atvikið átti sér stað þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Birgir segir að fyrst hafi verið gert fimm mínútna hlið á þingfundi vegna atviksins og það hafi síðan verið framlengt um tíu mínútur svo þingmenn gætu náð áttum. Birgir segir að atvikið sé þess eðlis að skoða verði öryggismál á þinginu, sem séu þó í stöðugri skoðun. „Við erum auðvitað í þeirri stöðu að það þarf að meta öryggismál hér á þinginu eiginlega frá degi til dags. Það fólk hjá skrifstofu Alþingis sem sér um þau mál er í nánu sambandi við lögreglu um hvernig það sé gert. Uppákomur af þessu tagi gera það auðvitað að verkum að það þarf að fara yfir hlutina.“ Aðspurður út í önnur álíka atvik sem hafa átt sér stað undanfarið, líkt og þegar glimmeri var kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra og snjóboltakasti í bíl Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns, segir Birgir: „Ég held að þingmenn almennt talað verða varir við breytt umhverfi. Þetta hefur komið svona í bylgjum í gegnum árin. Stundum er ólóleiki í kringum þingið, jafnvel þannig að fólk hefur fundist sér ógnað, en stundum er rólegra. Undanfarnar vikur hafa komið upp nokkur tilvik sem gefa okkur tilefni til að fara yfir stöðuna og endurmeta aðstæður. Og í framhaldi af þessu máli munum við auðvitað gera það.“ Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atvikið átti sér stað þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Birgir segir að fyrst hafi verið gert fimm mínútna hlið á þingfundi vegna atviksins og það hafi síðan verið framlengt um tíu mínútur svo þingmenn gætu náð áttum. Birgir segir að atvikið sé þess eðlis að skoða verði öryggismál á þinginu, sem séu þó í stöðugri skoðun. „Við erum auðvitað í þeirri stöðu að það þarf að meta öryggismál hér á þinginu eiginlega frá degi til dags. Það fólk hjá skrifstofu Alþingis sem sér um þau mál er í nánu sambandi við lögreglu um hvernig það sé gert. Uppákomur af þessu tagi gera það auðvitað að verkum að það þarf að fara yfir hlutina.“ Aðspurður út í önnur álíka atvik sem hafa átt sér stað undanfarið, líkt og þegar glimmeri var kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra og snjóboltakasti í bíl Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns, segir Birgir: „Ég held að þingmenn almennt talað verða varir við breytt umhverfi. Þetta hefur komið svona í bylgjum í gegnum árin. Stundum er ólóleiki í kringum þingið, jafnvel þannig að fólk hefur fundist sér ógnað, en stundum er rólegra. Undanfarnar vikur hafa komið upp nokkur tilvik sem gefa okkur tilefni til að fara yfir stöðuna og endurmeta aðstæður. Og í framhaldi af þessu máli munum við auðvitað gera það.“
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira