Bergþór stríðir Samfylkingunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. mars 2024 13:31 Bergþór Ólason, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar í útlendingamálum, í umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm Samfylkingin styður markmið útlendingafrumvarpsins sem er til umræðu á Alþingi og dómsmálaráðherra fagnar stefnubreytingu flokksins. Þingflokkur Vinstri Grænna gerir ýmsa fyrirvara við málið. Frumvarpið felur í sér nokkrar lykilbreytingar; hert er á skilyrðum fjölskyldusameiningar þannig að bara þau sem hafa búið hér á landi í tvö ár geti sótt um þær. Þá er gildistími dvalarleyfis þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd styttur og einnig er sérregla, um að umsóknir þeirra sem hafa sérstök tengsl við landið verði teknar til efnismeðferðar, afnumin. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær og sagðist Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, styðja markmið þess. „Yfirlýst markmið þessa tiltekna frumvarps er að færa löggjöfina nær þeim reglum sem eru við lýði á hinum Norðurlöndunum, að auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar og tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns. Þetta eru allt markmið sem ég styð,“ sagði Jóhann í umræðum um málið. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi að það mætti eflaust greina nýjan tón í orðræðu flokksins.vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar og það gerði einnig Bergþór Ólason, þingmaður Miðfloksins, sem óskaði flokknum til hamingju með breytta nálgun. „Ég sat hér í salnum og hugsaði bara, sérstaklega framan af ræðu, að ég hefði getað verið að flytja hana fyrir ekki löngu síðan. Það þykir mér alveg frábært, að við séum að komast á þann stað að við séum öll innst inni Miðflokksmenn í þessu máli,“ sagði Bergþór og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, upplýsti um það að málið hefði verið afgreitt úr þingflokknum með ýmsum fyrirvörum. Meðal annars þurfi að skoða gögn um fyrirkomulag fjölskyldusameininga á hinum Norðurlöndum og meta hvort stytting á gildistíma dvalarleyfa muni jafnvel hafa þveröfug áhrif og auka álag á Útlendingastofnun. Þá sé nógu skýrt fyrir hvort breytingarnar muni í reynd lækka kostnað við málaflokkinn. „Þingflokkur VG leggur áherslu á mótuð verði heildarsýn um málaflokkinn með áherslu á aukinn fjölda kvótaflóttafólks, aukna aðlögun og inngildinu og aðgerðir til að tryggja jöfnuð og velsæld allra borgara samfélagsins,“ sagði Orri Páll Orrason, þingmaður Vinstri Grænna. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og málið komið til allsherjar- og menntamálanefndar. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Frumvarpið felur í sér nokkrar lykilbreytingar; hert er á skilyrðum fjölskyldusameiningar þannig að bara þau sem hafa búið hér á landi í tvö ár geti sótt um þær. Þá er gildistími dvalarleyfis þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd styttur og einnig er sérregla, um að umsóknir þeirra sem hafa sérstök tengsl við landið verði teknar til efnismeðferðar, afnumin. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær og sagðist Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, styðja markmið þess. „Yfirlýst markmið þessa tiltekna frumvarps er að færa löggjöfina nær þeim reglum sem eru við lýði á hinum Norðurlöndunum, að auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar og tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns. Þetta eru allt markmið sem ég styð,“ sagði Jóhann í umræðum um málið. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi að það mætti eflaust greina nýjan tón í orðræðu flokksins.vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar og það gerði einnig Bergþór Ólason, þingmaður Miðfloksins, sem óskaði flokknum til hamingju með breytta nálgun. „Ég sat hér í salnum og hugsaði bara, sérstaklega framan af ræðu, að ég hefði getað verið að flytja hana fyrir ekki löngu síðan. Það þykir mér alveg frábært, að við séum að komast á þann stað að við séum öll innst inni Miðflokksmenn í þessu máli,“ sagði Bergþór og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, upplýsti um það að málið hefði verið afgreitt úr þingflokknum með ýmsum fyrirvörum. Meðal annars þurfi að skoða gögn um fyrirkomulag fjölskyldusameininga á hinum Norðurlöndum og meta hvort stytting á gildistíma dvalarleyfa muni jafnvel hafa þveröfug áhrif og auka álag á Útlendingastofnun. Þá sé nógu skýrt fyrir hvort breytingarnar muni í reynd lækka kostnað við málaflokkinn. „Þingflokkur VG leggur áherslu á mótuð verði heildarsýn um málaflokkinn með áherslu á aukinn fjölda kvótaflóttafólks, aukna aðlögun og inngildinu og aðgerðir til að tryggja jöfnuð og velsæld allra borgara samfélagsins,“ sagði Orri Páll Orrason, þingmaður Vinstri Grænna. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og málið komið til allsherjar- og menntamálanefndar.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira