Munu leggja enn betur við hlustir Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2024 10:42 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið orðaður við forsetaframboð. Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta verði að leiða til þess að við leggjum enn betur við hlustir.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor eftir fund hóps fólks sem kom saman í gærkvöldi til að hvetja Baldur til að bjóða sig fram til forseta í komandi kosningum. „Það kom hópur saman í gær og var þarna að hvetja okkur áfram. Við vöknuðum svo í morgun og vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Þetta er hálfóraunverulegt. Það hafa verið ótrúlega mikil viðbrögð við þessari hópamyndun,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Stofnaður hefur verið Facebook-hópur - Baldur og Felix - alla leið - þar sem Baldur er hvattur til að bjóða sig fram. Á sjöunda þúsund hafa nú skráð sig í hópinn. Baldur er í hópi þeirra sem hafa verið orðaðir við forsetaframboð, en sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní. Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri eftir að hafa gegnt embættinu frá árinu 2016. „Við Felix höfum sagt það áður við séum að hlusta. Ég held að þetta verði að leiða til þessa við leggjum enn betur við hlustir.“ Baldur segist ekki hafa áður mátað við sig við embætti forseta. „Ég hef verið mjög feiminn gagnvart þessu. Ég var það líka fyrir átta árum og vísaði því strax frá mér þá. Ég er náttúrulega bara sveitastrákur og hafði ekki séð mig í þessu hlutverki. Við Felix höfum jú verið að berjast fyrir grundvallarmannréttindum okkar og það er ekki nema nýtilkomið að einhver gæti ímyndað sér að samkynhneigt par gæti sest að á Bessastöðum.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
„Það kom hópur saman í gær og var þarna að hvetja okkur áfram. Við vöknuðum svo í morgun og vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Þetta er hálfóraunverulegt. Það hafa verið ótrúlega mikil viðbrögð við þessari hópamyndun,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Stofnaður hefur verið Facebook-hópur - Baldur og Felix - alla leið - þar sem Baldur er hvattur til að bjóða sig fram. Á sjöunda þúsund hafa nú skráð sig í hópinn. Baldur er í hópi þeirra sem hafa verið orðaðir við forsetaframboð, en sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní. Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri eftir að hafa gegnt embættinu frá árinu 2016. „Við Felix höfum sagt það áður við séum að hlusta. Ég held að þetta verði að leiða til þessa við leggjum enn betur við hlustir.“ Baldur segist ekki hafa áður mátað við sig við embætti forseta. „Ég hef verið mjög feiminn gagnvart þessu. Ég var það líka fyrir átta árum og vísaði því strax frá mér þá. Ég er náttúrulega bara sveitastrákur og hafði ekki séð mig í þessu hlutverki. Við Felix höfum jú verið að berjast fyrir grundvallarmannréttindum okkar og það er ekki nema nýtilkomið að einhver gæti ímyndað sér að samkynhneigt par gæti sest að á Bessastöðum.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28