„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 19:01 Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir þingmenn finna fyrir breyttu umhverfu. Vilhelm/Ásmundur Friðriksson Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atvikið átti sér stað þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Birgir segir að fyrst hafi verið gert fimm mínútna hlið á þingfundi vegna atviksins og það hafi síðan verið framlengt um tíu mínútur svo þingmenn gætu náð áttum. Birgir segir að atvikið sé þess eðlis að skoða verði öryggismál á þinginu, sem séu þó í stöðugri skoðun. „Við erum auðvitað í þeirri stöðu að það þarf að meta öryggismál hér á þinginu eiginlega frá degi til dags. Það fólk hjá skrifstofu Alþingis sem sér um þau mál er í nánu sambandi við lögreglu um hvernig það sé gert. Uppákomur af þessu tagi gera það auðvitað að verkum að það þarf að fara yfir hlutina.“ Aðspurður út í önnur álíka atvik sem hafa átt sér stað undanfarið, líkt og þegar glimmeri var kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra og snjóboltakasti í bíl Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns, segir Birgir: „Ég held að þingmenn almennt talað verða varir við breytt umhverfi. Þetta hefur komið svona í bylgjum í gegnum árin. Stundum er ólóleiki í kringum þingið, jafnvel þannig að fólk hefur fundist sér ógnað, en stundum er rólegra. Undanfarnar vikur hafa komið upp nokkur tilvik sem gefa okkur tilefni til að fara yfir stöðuna og endurmeta aðstæður. Og í framhaldi af þessu máli munum við auðvitað gera það.“ Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atvikið átti sér stað þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Birgir segir að fyrst hafi verið gert fimm mínútna hlið á þingfundi vegna atviksins og það hafi síðan verið framlengt um tíu mínútur svo þingmenn gætu náð áttum. Birgir segir að atvikið sé þess eðlis að skoða verði öryggismál á þinginu, sem séu þó í stöðugri skoðun. „Við erum auðvitað í þeirri stöðu að það þarf að meta öryggismál hér á þinginu eiginlega frá degi til dags. Það fólk hjá skrifstofu Alþingis sem sér um þau mál er í nánu sambandi við lögreglu um hvernig það sé gert. Uppákomur af þessu tagi gera það auðvitað að verkum að það þarf að fara yfir hlutina.“ Aðspurður út í önnur álíka atvik sem hafa átt sér stað undanfarið, líkt og þegar glimmeri var kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra og snjóboltakasti í bíl Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns, segir Birgir: „Ég held að þingmenn almennt talað verða varir við breytt umhverfi. Þetta hefur komið svona í bylgjum í gegnum árin. Stundum er ólóleiki í kringum þingið, jafnvel þannig að fólk hefur fundist sér ógnað, en stundum er rólegra. Undanfarnar vikur hafa komið upp nokkur tilvik sem gefa okkur tilefni til að fara yfir stöðuna og endurmeta aðstæður. Og í framhaldi af þessu máli munum við auðvitað gera það.“
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira