Fabrizio Romano sagður fá borgað fyrir að tjá sig um ákveðna aðila Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2024 22:15 Fabrizio Romano þekkja flest þau sem fylgjast með knattspyrnu enda verið gríðarlega vinsæll á samfélagsmiðlum undanfarin ár. B/R Football Fabrizio Romano, maðurinn sem er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum innan knattspyrnuheimsins, er sagður bjóða liðum og leikmönnum umfjöllun gegn greiðslu. Er hann sakaður um að dreifa því sem kalla mætti „falsfréttir“ svo lengi sem hann fær borgað. Það er Tipsbladet í Danmörku sem greinir frá þessu en ástæðan fyrir umfjöllun blaðsins um starfsemi Romano er umfjöllun hans um sænska undrabarnið Roony Bardghji hjá FC Kaupmannahöfn. Sá skoraði til að mynda sigurmark í ótrúlegum 3-2 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan. Roony hefur hins vegar ekki átt upp á dekk hjá Jacob Neestrup, þjálfara FCK, eftir að danska deildin sneri til baka eftir jólafrí. Roony kom inn af bekknum í 2-0 tapinu gegn Midtjylland í gær, föstudag, en þurfti að sætta sig við að bekkjarsetu í sigrum á Nordsjælland og Silkeborg sem og tapi gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Romano tjáði sig nýverið um stöðu Roony í Kaupmannahöfn og sagði hann sitja á bekknum þar sem vængmaðurinn neitaði að framlengja samning sinn í höfuðborg Danmerkur. Núverandi samningur hins 18 ára gamla Roony rennur út sumarið 2025. Roony Bardghji, strange case for one of best talents in Europe. From being top scorer with 10 goals for Copenhagen to zero minutes in first games of 2024.Reason is that Bardghji has no intention to sign new long term deal from the summer, he will only have 18 months pic.twitter.com/Ywed0GVJch— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 28, 2024 Forráðamenn FCK hafa opinberlega neitað þessum ásökunum en óvænt umfjöllun Romano um mál Roony fékk Troels Bager Thogersen hjá Tipsbladet, til að hefja rannsókn á Romano og teymi hans. Thogersen segir að Romano, og þeir sem með honum vinna, hafi verið í sambandi við lið og leikmenn í von um að fá borgað verði leikmaðurinn, eða félagið, nefndur á samfélagsmiðlum Romano. Þá segir Thogersen það ljóst að umboðskrifstofa Roony hafi „plantað“ orðræðunni um samningsmál leikmannsins og bekkjarsetu hans. „Ég veit að Romano er líkt og guð á samfélagsmiðlum. Ég veit líka að oft fær hann upplýsingar sínar frá umboðsmönnum og er í raun bara að básúna þeirra hagsmunum. Það er mjög svo staðan í máli Roony. Þetta er ekki blaðamennska og það er helsti punkturinn hér. Það sem virðist vera blaðamennska er rekið af áfram af fjárhagslegum ávinningi.“ Þá hafa norskir fjölmiðlar einnig fjallað um málið. Á vef Idrettspolitikk segir að Romano hafi í gegnum þriðja aðila boðið norska knattspyrnufélaginu Vålerenga umfjöllun, og orðróma, um ákveðna leikmenn gegn greiðslu. Did Fabrizio Romano approach Valerenga via a third party to spread rumours about players in return for money?@aselliaas with more, via @Idrettspolitik1.https://t.co/jM8G6PPqdz— Samindra Kunti (@samindrakunti) March 1, 2024 Tipsbladet hefur boðið hinum 31 árs gamla Romano að segja sína hlið en hann hefur ekki viljað veita viðtal. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Sjá meira
Er hann sakaður um að dreifa því sem kalla mætti „falsfréttir“ svo lengi sem hann fær borgað. Það er Tipsbladet í Danmörku sem greinir frá þessu en ástæðan fyrir umfjöllun blaðsins um starfsemi Romano er umfjöllun hans um sænska undrabarnið Roony Bardghji hjá FC Kaupmannahöfn. Sá skoraði til að mynda sigurmark í ótrúlegum 3-2 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan. Roony hefur hins vegar ekki átt upp á dekk hjá Jacob Neestrup, þjálfara FCK, eftir að danska deildin sneri til baka eftir jólafrí. Roony kom inn af bekknum í 2-0 tapinu gegn Midtjylland í gær, föstudag, en þurfti að sætta sig við að bekkjarsetu í sigrum á Nordsjælland og Silkeborg sem og tapi gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Romano tjáði sig nýverið um stöðu Roony í Kaupmannahöfn og sagði hann sitja á bekknum þar sem vængmaðurinn neitaði að framlengja samning sinn í höfuðborg Danmerkur. Núverandi samningur hins 18 ára gamla Roony rennur út sumarið 2025. Roony Bardghji, strange case for one of best talents in Europe. From being top scorer with 10 goals for Copenhagen to zero minutes in first games of 2024.Reason is that Bardghji has no intention to sign new long term deal from the summer, he will only have 18 months pic.twitter.com/Ywed0GVJch— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 28, 2024 Forráðamenn FCK hafa opinberlega neitað þessum ásökunum en óvænt umfjöllun Romano um mál Roony fékk Troels Bager Thogersen hjá Tipsbladet, til að hefja rannsókn á Romano og teymi hans. Thogersen segir að Romano, og þeir sem með honum vinna, hafi verið í sambandi við lið og leikmenn í von um að fá borgað verði leikmaðurinn, eða félagið, nefndur á samfélagsmiðlum Romano. Þá segir Thogersen það ljóst að umboðskrifstofa Roony hafi „plantað“ orðræðunni um samningsmál leikmannsins og bekkjarsetu hans. „Ég veit að Romano er líkt og guð á samfélagsmiðlum. Ég veit líka að oft fær hann upplýsingar sínar frá umboðsmönnum og er í raun bara að básúna þeirra hagsmunum. Það er mjög svo staðan í máli Roony. Þetta er ekki blaðamennska og það er helsti punkturinn hér. Það sem virðist vera blaðamennska er rekið af áfram af fjárhagslegum ávinningi.“ Þá hafa norskir fjölmiðlar einnig fjallað um málið. Á vef Idrettspolitikk segir að Romano hafi í gegnum þriðja aðila boðið norska knattspyrnufélaginu Vålerenga umfjöllun, og orðróma, um ákveðna leikmenn gegn greiðslu. Did Fabrizio Romano approach Valerenga via a third party to spread rumours about players in return for money?@aselliaas with more, via @Idrettspolitik1.https://t.co/jM8G6PPqdz— Samindra Kunti (@samindrakunti) March 1, 2024 Tipsbladet hefur boðið hinum 31 árs gamla Romano að segja sína hlið en hann hefur ekki viljað veita viðtal.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn