Innlent

Upp­fært hættu­mat

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Uppfært hættumatskort Veðurstofu Íslands sem birtist á vef stofnunarinnar rúmlega 17.
Uppfært hættumatskort Veðurstofu Íslands sem birtist á vef stofnunarinnar rúmlega 17.

Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra.

Hættumatið gildir í sólarhring að öllu óbreyttu.

Hættulegustu svæðin tvö eru svæði 2 og 3 sem eru merkt fjólublá á kortinu en kvikuhlaupið hófst á því svæði við Sýlingarfell og Stóra-Skógarfell. 

Hættan er metin mjög mikil vegna jarðskjálfta, sprunguhreyfinga, mögulegra gosopnanna án fyrirvara og jarðfalls ofan í sprungur, hraunflæðis, gosmengunar og gjósku á svæðunum.

Á kortinu er skilgreind sjö hættusvæði

Svæði 4 sem nær yfir Grindavíkurbæ er rauðmerkt sem táknar mikla hættu. Þá er svæði 6 einnig rauðmerkt en það teygir sig norðaustur frá bænum sunnan við hættulegustu svæðin tvö. Hættan er metin út frá sprunguhreyfingum, hraunflæði, gosmengun, gjósku og mögulegum gosopnunum án fyrirvara.

Svæði 1 og 5 sem ná frá Lágafelli í suðri og teygja sig yfir Þorbjörn, Bláa lónið, Sýlingarfell og hraunið frá 13. febrúar síðastliðinum eru merkt appelsínugul sem þýðir að þar sé töluverð hætta. Þar er hraunflæði, gosopnun, gasmengun og gjóska.

Síðan er einungis talin nokkur hætta á svæði 7 vestan við Grindavík þar sem eru líkur á jarðfalli ofan í sprungur, sprunguhreyfingar og hraunflæði.


Tengdar fréttir

Líkur á minna eldgosi

Aflögunin sem nú mælist er mun minni en hefur áður mælst í aðdraganda eldgosa. Það gæti bent til þess að minni kvika sé á ferðinni nú en í fyrri eldgosum.

Vísbendingar um að skjálftavirknin sé að færast í suður

Kvikuhlaup sem hófst skammt frá Sýlingarfelli um 16 í dag virðist hafa stöðvast í bili þar sem smáskjálftavirkni á svæðinu er hætt. Enn er þó of snemmt að fullyrða að kvikuhlaupinu sé lokið og að ekki komi til eldgoss.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×