Fótbolti

Stuðnings­menn hlupu inn á völlinn og réðust á and­stæðinga Sveins Arons

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Leikmenn Kaiserslautern ýttu manninum frá sér áður en hann olli þeim nokkrum skaða
Leikmenn Kaiserslautern ýttu manninum frá sér áður en hann olli þeim nokkrum skaða andy Bünning

Stuðningsmaður þýska félagsins Hansa Rostock, sem Sveinn Aron Guðjohnsen leikur fyrir, braust inn á völlinn og réðst á leikmenn Kaiserslautern þegar þeir fögnuðu marki. Leikur var stöðvaður meðan allt róaðist niður en eftir leik brutust enn fleiri stuðningsmenn inn á völlinn. 

Hansa Rostock tapaði leiknum sannfærandi 0-3. Sveinn Aron var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 0-1. 

Oliver Husing var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiksGregor Fischer/picture alliance via Getty Images)

Ragnar Ache skoraði öll þrjú mörkin, þegar hann var að fagna því þriðja hljóp hann út í horn til sinna eigin stuðningsmanna en þar mætti honum óvænt stuðningsmaður Hansa Rostock sem hafði brotið sér leið inn á völlinn.

Leikmenn Kaiserslautern ýttu honum strax frá sér og öryggisgæslan var fljót að bregðast við og fjarlægja manninn af leikvanginum. Hlé var gert á leiknum og dómari leiksins fékk míkrafón vallarþuls lánaðan til að segja áhorfendum að ef annað slíkt atvik kæmi upp yrði leiknum aflýst. 

Öryggisgæslan brást fljótt við og fjarlægði manninn

Ekkert slíkt atvik kom upp meðan leikurinn var í gangi en strax eftir leik braust annar stuðningsmaður Hansa Rostock inn á völlinn og hljóp í átt að markverði Kaiserslautern, en var yfirbugaður af öryggisgæslu áður en hann náði til hans. 

Þá byrjuðu fleiri harðkjarna stuðningsmenn Hansa Rostock að brjótast inn á völlinn og krefjast svara fyrir slæmt gengi liðsins. Leikmenn beggja liða voru fljótir að forða sér inn í búningsherbergi.  

Hansa Rostock er í slæmri stöðu í 2. Bundesliga, næstneðstir og þremur stigum frá öruggu sæti. Þeir geta þó unnið sig upp um sæti í næstu umferð með sigri gegn Eintracht Braunschweig, liði Þóris Jóhanns. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×