Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2024 11:35 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Vísir/Einar Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. Þau sem eftir standa í breiðfylkingunni svokölluðu mættu til fundar í Karphúsinu með Samtökum atvinnulífsins klukkan níu í morgun. Á sama tíma vofir verkfall yfir. Samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness samþykkti í gærkvöldi að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá ræstingafólki innan félagsins og hefst hún í næstu viku. Grafalvarleg staða Formaðurinn Vilhjálmur Birgisson segist fullviss um að það verði samþykkt. Hann segir Samtök atvinnulífsins bera fulla ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. „Það er meðal annars vegna þess að launaliðurinn var tekinn upp og síðan var farið fram á að hluti af okkar fólki myndi lækka í launum. Ein skýringin sem við fengum var að annars yrði ekki hægt að ræða málefni ræstingafólks og það hleypti illu blóði í okkur. En nú erum við komin hér og ég ætla bara að mæta inn í þennan dag vongóður og vona það besta en bý mig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að staðan í viðræðunum sé grafalvarleg en ræstingafólk innan Eflingar mun einnig eftir helgi greiða atkvæði um ótímabundið verkfall sem gæti hafist um miðjan mánuðinn. Hugur hópsins til aðgerða var nýlega kannaður og þá var yfirgæfandi meirihluti reiðubúinn að leggja niður störf. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Einar Mætti til fundar í morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sótti ekki á síðasta fund hjá ríkissáttasemjara en mætti í karphúsið í morgun. Dagurinn gæti reynst afdrifaríkur. „Samtök atvinnulífsins hafa hér í dag vissulega tækifæri til þess að nálgast okkur með ríkulegum samningsvilja eins og þau hafa nálgast aðra hópa. Þannig að það má segja að ögurstund sé runnin upp.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Mætt til að finna lausnir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist í morgun mætt til þess að finna lausnir. „Við erum komin mjög langt með að gera mikilvægan kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Og það er bara verkefnið – að klára það,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Þau sem eftir standa í breiðfylkingunni svokölluðu mættu til fundar í Karphúsinu með Samtökum atvinnulífsins klukkan níu í morgun. Á sama tíma vofir verkfall yfir. Samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness samþykkti í gærkvöldi að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá ræstingafólki innan félagsins og hefst hún í næstu viku. Grafalvarleg staða Formaðurinn Vilhjálmur Birgisson segist fullviss um að það verði samþykkt. Hann segir Samtök atvinnulífsins bera fulla ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. „Það er meðal annars vegna þess að launaliðurinn var tekinn upp og síðan var farið fram á að hluti af okkar fólki myndi lækka í launum. Ein skýringin sem við fengum var að annars yrði ekki hægt að ræða málefni ræstingafólks og það hleypti illu blóði í okkur. En nú erum við komin hér og ég ætla bara að mæta inn í þennan dag vongóður og vona það besta en bý mig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að staðan í viðræðunum sé grafalvarleg en ræstingafólk innan Eflingar mun einnig eftir helgi greiða atkvæði um ótímabundið verkfall sem gæti hafist um miðjan mánuðinn. Hugur hópsins til aðgerða var nýlega kannaður og þá var yfirgæfandi meirihluti reiðubúinn að leggja niður störf. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Einar Mætti til fundar í morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sótti ekki á síðasta fund hjá ríkissáttasemjara en mætti í karphúsið í morgun. Dagurinn gæti reynst afdrifaríkur. „Samtök atvinnulífsins hafa hér í dag vissulega tækifæri til þess að nálgast okkur með ríkulegum samningsvilja eins og þau hafa nálgast aðra hópa. Þannig að það má segja að ögurstund sé runnin upp.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Mætt til að finna lausnir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist í morgun mætt til þess að finna lausnir. „Við erum komin mjög langt með að gera mikilvægan kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Og það er bara verkefnið – að klára það,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
„Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28
Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50