Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 12:03 Hús sem standa á eða við sprungur í Grindavík eru mörg hver sigin, halla og eru skökk. Vísir/Vilhelm Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaganum að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðings á hjá Veðurstofu Íslands. Um fjörutíu smáskjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum frá miðnætti. Hlé hefur verið gert á skoðunum á eignum í Grindavík í bili vegna yfirvofandi eldgoss sem talið er að geti hafist á hverri stundu. Matsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa þó nú þegar skoðað og metið flestar eignir þar sem tjón hefur verið tilkynnt. Jón Örvar Bjarnason sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir fyrstu upplýsingar benda til þess að tjóni á eignum sé mjög misskipt. Annarsvegar sé talsvert mikið af eignum, um 60 til 65 hús sem hafa orðið fyrir altjóni. Þá er viðgerðarkostnaður talinn meiri en vátryggingarfjárhæðin, sem sagt brunabótamat eignanna. „Þetta eru húseignir sem standa við megin sprungusvæðin í Grindavík,“ segir Jón Örvar. „Það eru þrjú meginsprungusvæði í Grindavík og hús sem standa á þeim sprungum eða mjög nærri þeim eru ansi mörg með altjóni.“ Bjuggust við meira tjóni á húsum við sigdalinn Í vesturhluta bæjarins, í svokölluðum sigdal, segir Jón Örvar að tjónið á eignum sé mun minna en búist var við. „Samkvæmt upplýsingum matsmanna er allt frá því að vera mjög lítið, eða jafnvel ekkert tjón á eignum á þeim svæðum og alveg upp í þessi altjón sem eru þá við sprungusvæðin. Það kemur á óvart hversu misskipt þetta er, það hefði mátt búast við að það væri meira tjón á svæðum sem eru fjær sprungum en það virðist vera raunin að það virðist vera talsvert lítið tjón. Tjónið sé allt öðruvísi eðlis samanborðið við tjón sem hefur orðið við aðra jarðskjálftaatburði á undanförnum árum og áratugum, til dæmis á Suðurlandi árin 2000 og 2008. „Þar voru ekki þessar miklu sprungur og færslur heldur í raun meiri yfirborðshröðun, eða hristingur, sem olli skemmdunum á húseignum þá. Svo það var miklu jafnarar og dreifðara tjónið yfir stærra svæði á Suðurlandi miðað við það sem við erum að sjá í Grindavík, þar sem tjónið er staðbundið við þessar sprungur,“ segir Jón Örvar Ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið Þau hús sem standa á eða við sprungu eru að sögn Jón Örvars allflest sigin, halla og eru skökk. „Auk þess eru sum brotin, burðarvirkið hefur brotnað og eru því hættuleg að vera í. Það er ekki hægt að gera við þessar húseignir fyrir lægri fjárhæðir en þau eru tryggð fyrir, þar að segja brunabótamatið, og því flokkast það sem altjón hjá okkur. Og við greiðum bæturnar beint til húseigendanna.“ Altjón er á um 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík.Vísir/Vilhelm Þá segir Jón að náttúruhamfaratryggingar hafi aldrei tekist á við tjónsatburð sem ekki sjái fyrir endann á. Rétt sé að hafa í huga að Náttúruhamfaratrygging geti ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið í sama tjónsatburðinum. „Það er ekki heimilt. Þannig það gæti verið varhugavert og umhugsunarefni hvort og hvernig eigi að ráðast í viðgerðum á skemmdum eignum ef það er yfirvofandi að þær skemmdir muni koma fram aftur í atburðinum sem er ekki enn þá lokið,“ segir Jón Örvar Bjarnason, sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Húsnæðismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaganum að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðings á hjá Veðurstofu Íslands. Um fjörutíu smáskjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum frá miðnætti. Hlé hefur verið gert á skoðunum á eignum í Grindavík í bili vegna yfirvofandi eldgoss sem talið er að geti hafist á hverri stundu. Matsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa þó nú þegar skoðað og metið flestar eignir þar sem tjón hefur verið tilkynnt. Jón Örvar Bjarnason sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir fyrstu upplýsingar benda til þess að tjóni á eignum sé mjög misskipt. Annarsvegar sé talsvert mikið af eignum, um 60 til 65 hús sem hafa orðið fyrir altjóni. Þá er viðgerðarkostnaður talinn meiri en vátryggingarfjárhæðin, sem sagt brunabótamat eignanna. „Þetta eru húseignir sem standa við megin sprungusvæðin í Grindavík,“ segir Jón Örvar. „Það eru þrjú meginsprungusvæði í Grindavík og hús sem standa á þeim sprungum eða mjög nærri þeim eru ansi mörg með altjóni.“ Bjuggust við meira tjóni á húsum við sigdalinn Í vesturhluta bæjarins, í svokölluðum sigdal, segir Jón Örvar að tjónið á eignum sé mun minna en búist var við. „Samkvæmt upplýsingum matsmanna er allt frá því að vera mjög lítið, eða jafnvel ekkert tjón á eignum á þeim svæðum og alveg upp í þessi altjón sem eru þá við sprungusvæðin. Það kemur á óvart hversu misskipt þetta er, það hefði mátt búast við að það væri meira tjón á svæðum sem eru fjær sprungum en það virðist vera raunin að það virðist vera talsvert lítið tjón. Tjónið sé allt öðruvísi eðlis samanborðið við tjón sem hefur orðið við aðra jarðskjálftaatburði á undanförnum árum og áratugum, til dæmis á Suðurlandi árin 2000 og 2008. „Þar voru ekki þessar miklu sprungur og færslur heldur í raun meiri yfirborðshröðun, eða hristingur, sem olli skemmdunum á húseignum þá. Svo það var miklu jafnarar og dreifðara tjónið yfir stærra svæði á Suðurlandi miðað við það sem við erum að sjá í Grindavík, þar sem tjónið er staðbundið við þessar sprungur,“ segir Jón Örvar Ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið Þau hús sem standa á eða við sprungu eru að sögn Jón Örvars allflest sigin, halla og eru skökk. „Auk þess eru sum brotin, burðarvirkið hefur brotnað og eru því hættuleg að vera í. Það er ekki hægt að gera við þessar húseignir fyrir lægri fjárhæðir en þau eru tryggð fyrir, þar að segja brunabótamatið, og því flokkast það sem altjón hjá okkur. Og við greiðum bæturnar beint til húseigendanna.“ Altjón er á um 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík.Vísir/Vilhelm Þá segir Jón að náttúruhamfaratryggingar hafi aldrei tekist á við tjónsatburð sem ekki sjái fyrir endann á. Rétt sé að hafa í huga að Náttúruhamfaratrygging geti ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið í sama tjónsatburðinum. „Það er ekki heimilt. Þannig það gæti verið varhugavert og umhugsunarefni hvort og hvernig eigi að ráðast í viðgerðum á skemmdum eignum ef það er yfirvofandi að þær skemmdir muni koma fram aftur í atburðinum sem er ekki enn þá lokið,“ segir Jón Örvar Bjarnason, sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Húsnæðismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent