Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. febrúar 2024 13:56 Aron Elís var að komast af stað eftir kviðmeiðsli þegar hann meiddist á ökkla í gær. Vísir/Hulda Margrét Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. Undir lok fyrri hálfleiks í leik gærdagsins steig Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Skagamanna, á Aron í með þeim afleiðingum að Aron sneri upp á ökklann. Hann virtist sárþjáður og var skipt af velli fyrir Óskar Örn Hauksson. „Þetta var bara óhapp. Hann steig á mig og ég sneri upp á ökklann,“ segir Aron Elís í samtali við Vísi en af tóninum að dæma virtist hann ekki of áhyggjufullur. „Þetta er einhver tognun á ökkla, það er lítið komið í ljós. Ég fer í myndatöku sem fyrst og fátt hægt að segja þangað til. Bara eins og ökklatognanir eru er erfitt að segja hversu alvarlegt þetta er,“ segir Aron. Klippa: Aron Elís meiðist Aron hafði verið að glíma við kviðmeiðsli í vetur en hefur verið að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Það eru honum því enn meiri vonbrigði að meiðast þegar hann var að komast aftur á fullan skrið. „Ég er búinn að fara varlega í gang og búinn að byggja upp mínútur. Þess vegna er mjög svekkjandi að þetta gerist í gær. Planið var að taka sextíu mínútur í gær og byggja ofan á það. En það fór sem fór,“ segir Aron Elís. Aron er ekki á hækjum en lætur þó reyna sem minnst á ökklann eftir höggið í gær. Frekari fregna er að vænta eftir myndatöku. 37 dagar í mót ÍA og Víkingur skildu jöfn, 1-1, eftir hörkuleik í Akraneshöllinni þar sem Nikolaj Hansen tryggði Víkingum stig með marki undir lok leiks. Víkingur er með sex stig eftir fjóra leiki í þriðja sæti riðils fjögur í A-deild Lengjubikarsins. Víkingur hefur gert þrjú jafntefli og unnið einn leik. ÍA er efst í riðlinum með stigi meira, líkt og KA. Rétt rúmur mánuður er þar til boltinn fer að rúlla í Bestu deild karla en Víkingar opna mótið laugardaginn 6. apríl þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Víkina. Víkingar eiga titil að verja eftir að hafa unnið tvöfalt í fyrra en Aron Elís var á meðal betri leikmanna liðsins eftir að hann samdi við uppeldisfélagið um mitt mót. Myndband af atvikinu þegar Aron meiðist má sjá að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Undir lok fyrri hálfleiks í leik gærdagsins steig Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Skagamanna, á Aron í með þeim afleiðingum að Aron sneri upp á ökklann. Hann virtist sárþjáður og var skipt af velli fyrir Óskar Örn Hauksson. „Þetta var bara óhapp. Hann steig á mig og ég sneri upp á ökklann,“ segir Aron Elís í samtali við Vísi en af tóninum að dæma virtist hann ekki of áhyggjufullur. „Þetta er einhver tognun á ökkla, það er lítið komið í ljós. Ég fer í myndatöku sem fyrst og fátt hægt að segja þangað til. Bara eins og ökklatognanir eru er erfitt að segja hversu alvarlegt þetta er,“ segir Aron. Klippa: Aron Elís meiðist Aron hafði verið að glíma við kviðmeiðsli í vetur en hefur verið að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Það eru honum því enn meiri vonbrigði að meiðast þegar hann var að komast aftur á fullan skrið. „Ég er búinn að fara varlega í gang og búinn að byggja upp mínútur. Þess vegna er mjög svekkjandi að þetta gerist í gær. Planið var að taka sextíu mínútur í gær og byggja ofan á það. En það fór sem fór,“ segir Aron Elís. Aron er ekki á hækjum en lætur þó reyna sem minnst á ökklann eftir höggið í gær. Frekari fregna er að vænta eftir myndatöku. 37 dagar í mót ÍA og Víkingur skildu jöfn, 1-1, eftir hörkuleik í Akraneshöllinni þar sem Nikolaj Hansen tryggði Víkingum stig með marki undir lok leiks. Víkingur er með sex stig eftir fjóra leiki í þriðja sæti riðils fjögur í A-deild Lengjubikarsins. Víkingur hefur gert þrjú jafntefli og unnið einn leik. ÍA er efst í riðlinum með stigi meira, líkt og KA. Rétt rúmur mánuður er þar til boltinn fer að rúlla í Bestu deild karla en Víkingar opna mótið laugardaginn 6. apríl þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Víkina. Víkingar eiga titil að verja eftir að hafa unnið tvöfalt í fyrra en Aron Elís var á meðal betri leikmanna liðsins eftir að hann samdi við uppeldisfélagið um mitt mót. Myndband af atvikinu þegar Aron meiðist má sjá að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira