Innlent

Fór inn á flug­braut, inn í flug­vél og hand­tekinn við lendingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn var ekki handtekinn á Reykjavíkurflugvelli, heldur þar sem hann lenti.
Maðurinn var ekki handtekinn á Reykjavíkurflugvelli, heldur þar sem hann lenti. Vísir/Vilhelm

Maður var handtekinn í dag eftir að hann fór yfir grindverk og inn á virka flugbraut á flugvellinum í Reykjavík. Þar fór hann þó upp í flugvél og var ekki handtekinn fyrr en við lendingu, samkvæmt dagbók lögreglu.

Ekki kemur fram hvert maðurinn flaug og þar með hvar hann var handtekinn.

Í dagbókinni segir einnig að maður hafi verið handtekinn fyrir húsbrot og eignaspjöll í Reykjavík í dag. Hann hrækti í andlit lögreglumanns þegar hann var handtekinn. Annar maður sparkaði í lögregluþjón þegar verið var að handtaka hann í miðborginni fyrir ölvun og óspektir.

Lögreglunni barst í dag tilkyningu um líkamsárás og þjófnað á bíl í Kópavogi. Það mál er til rannsóknar.

Þá bárust nokkrar tilkynningar um þjófnaði. Einn átti sér stað í búningsklefa sundlaugar, annar í bíl og einn til í matvöruverslun. Í einu tilfelli til viðbótar var tilkynnt um þjóf sem hafði stolið vörum úr nokkrum verslunum í verslunarmiðstöð.

Lögregluþjónar handtóku í dag ökumann sem hafði látið sig hverfa eftir árekstur. Sá er grunaður um ýmis umferðalagabrot og þar á meðal að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×