Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2024 16:31 Utanríkisráðherra í símanum en Bjarni ræddi við kollega sinn í Ísrael símleiðis í dag. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að undanfarið hafi sendinefnd utanríkisráðuneytisins verið að störfum í Egyptalandi til að greiða fyrir för einstaklinga með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gaza. Sendinefndin hafi átt í góðu samstarfi við fulltrúa egypskra, ísraelskra og norrænna stjórnvalda á svæðinu. Þá hafi íslenska sendinefndin átt í reglulegum samskiptum við fulltrúa hóps Íslendinga sem er á eigin vegum í Egyptalandi. Íslensk stjórnvöld sendu stjórnvöldum á svæðinu lista yfir dvalarleyfishafa í fyrri hluta febrúarmánaðar. Í samskiptum við ísraelsk stjórnvöld hefur komið fram að listinn sé einstakur fyrir þær sakir að þar sé engan íslenskan ríkisborgara að finna og engan með tvöfalt ríkisfang, heldur eingöngu dvalarleyfishafa. Listinn þarfnist því sérstakrar skoðunar af þeirra hálfu, og hefur því enn ekki verið afgreiddur. „Allt er til reiðu til að taka á móti dvalarleyfishöfum við landamæri Egyptalands og Gaza, um leið og samþykki fæst fyrir ferðum þeirra yfir landamærin.“ Fyrir liggi að íslensk stjórnvöld muni eingöngu vinna eftir löglegum diplómatískum leiðum og fylgja þeim ferlum sem ísraelsk og egypsk stjórnvöld geri kröfu um. „Ekki er því unnt á þessum tímapunkti að fullyrða frekar um tímalínu málsins, en áfram verða veittar upplýsingar um framvinduna hér á vef ráðuneytisins.“ Í samtali sínu ræddu ráðherrarnir einnig um yfirstandandi átök. Ráðherra ítrekaði afstöðu Íslands um nauðsyn vopnahlés af mannúðarástæðum, virðingu við alþjóðalög, lausn gísla og óheft aðgengi mannúðaraðstoðar til óbreyttra borgara. Nokkrum fjölda Palestínumanna hefur verið komið frá stríðssvæðinu og til Íslands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. Ellefu bættust í hópinn á þriðjudaginn í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM). Fólkið flúði stríðsástand á Gasa og komst yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. Fólkið er allt með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar og á því allt fjölskyldu hér á landi. Í hópnum var til dæmis faðir með þrjú börn. Þar af einn dreng sem særðist í árásum Ísraela. Þá eru þrjár mæður með eitt barn. Tvö þeirra eru eins árs á meðan það þriðja er þriggja ára langveik stúlka. Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að undanfarið hafi sendinefnd utanríkisráðuneytisins verið að störfum í Egyptalandi til að greiða fyrir för einstaklinga með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gaza. Sendinefndin hafi átt í góðu samstarfi við fulltrúa egypskra, ísraelskra og norrænna stjórnvalda á svæðinu. Þá hafi íslenska sendinefndin átt í reglulegum samskiptum við fulltrúa hóps Íslendinga sem er á eigin vegum í Egyptalandi. Íslensk stjórnvöld sendu stjórnvöldum á svæðinu lista yfir dvalarleyfishafa í fyrri hluta febrúarmánaðar. Í samskiptum við ísraelsk stjórnvöld hefur komið fram að listinn sé einstakur fyrir þær sakir að þar sé engan íslenskan ríkisborgara að finna og engan með tvöfalt ríkisfang, heldur eingöngu dvalarleyfishafa. Listinn þarfnist því sérstakrar skoðunar af þeirra hálfu, og hefur því enn ekki verið afgreiddur. „Allt er til reiðu til að taka á móti dvalarleyfishöfum við landamæri Egyptalands og Gaza, um leið og samþykki fæst fyrir ferðum þeirra yfir landamærin.“ Fyrir liggi að íslensk stjórnvöld muni eingöngu vinna eftir löglegum diplómatískum leiðum og fylgja þeim ferlum sem ísraelsk og egypsk stjórnvöld geri kröfu um. „Ekki er því unnt á þessum tímapunkti að fullyrða frekar um tímalínu málsins, en áfram verða veittar upplýsingar um framvinduna hér á vef ráðuneytisins.“ Í samtali sínu ræddu ráðherrarnir einnig um yfirstandandi átök. Ráðherra ítrekaði afstöðu Íslands um nauðsyn vopnahlés af mannúðarástæðum, virðingu við alþjóðalög, lausn gísla og óheft aðgengi mannúðaraðstoðar til óbreyttra borgara. Nokkrum fjölda Palestínumanna hefur verið komið frá stríðssvæðinu og til Íslands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. Ellefu bættust í hópinn á þriðjudaginn í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM). Fólkið flúði stríðsástand á Gasa og komst yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. Fólkið er allt með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar og á því allt fjölskyldu hér á landi. Í hópnum var til dæmis faðir með þrjú börn. Þar af einn dreng sem særðist í árásum Ísraela. Þá eru þrjár mæður með eitt barn. Tvö þeirra eru eins árs á meðan það þriðja er þriggja ára langveik stúlka.
Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33
Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21
Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38