Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2024 10:38 Hin tvítuga Eden Golan mun flytja framlag Ísraels á Eurovision í Malmö í maí. Nema Ísraelar dragi sig úr keppni. Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. Fram kemur í umfjöllun ísraelska miðilsins Times of Israel að um sé að ræða viðbrögð forsetans við fréttum af því að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi það til skoðunar hvort texti í lagi Ísrael sé of pólitískur. „Ég tel að það sé mikilvægt að Ísrael verði með í Eurovision og þátttakan er yfirlýsing því það eru hatarar sem vilja reka okkur af öllum sviðum,“ hefur ísraelski miðillinn eftir ísraelska forsetanum. Í síðustu viku hótaði ísraelska sjónvarpsstöðin KAN því að draga sig úr keppni ef EBU kæmist á þá niðurstöðu að framlag þeirra October Rain væri of pólitískt. Lagið vísar með beinum hætti til árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn þar sem rúmlega 1200 ísraelskra borgara létust. Lagið er á ensku og verður sungið af rússnesk ættuðu söngkonunni Eden Golan. Tvær línur úr laginu verða á hebresku. Meðal lína sem eru í laginu eru: „Það er ekkert loft eftir,“ og „Þau voru öll góð börn, hvert og eitt þeirra.“ Þá er einnig vísað til blóma í laginu og hefur verið fullyrt að þar sé í raun vísað til fallinna hermanna. Forseti Ísrael er ekki eini stjórnmálamaður landsins sem hefur tjáð sig um málið en það hefur Miki Zohar menningar- og íþróttamálaráðherra Ísrael einnig gert. Hann hefur sagt möguleikann á því að Ísrael verði dæmt úr leik í keppninni „fáránlegan.“ Hann segir lagið October Rain endurspegla tilfinningar Ísraela þessa dagana. Það sé ekki pólitískt. Áður hefur KAN sagt að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í viðræðum við forsvarsmenn EBU vegna málsins. 11. mars er lokadagur fyrir sjónvarpsstöðvar til þess að leggja fram sitt framlag til Eurovision. KAN hefur ítrekað sagt að það standi ekki til að skipta um lag. Yrði það ekki samþykkt af EBU myndi KAN ekki eiga neinn annan kost en að draga sig úr keppni. Ísrael hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun ísraelska miðilsins Times of Israel að um sé að ræða viðbrögð forsetans við fréttum af því að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi það til skoðunar hvort texti í lagi Ísrael sé of pólitískur. „Ég tel að það sé mikilvægt að Ísrael verði með í Eurovision og þátttakan er yfirlýsing því það eru hatarar sem vilja reka okkur af öllum sviðum,“ hefur ísraelski miðillinn eftir ísraelska forsetanum. Í síðustu viku hótaði ísraelska sjónvarpsstöðin KAN því að draga sig úr keppni ef EBU kæmist á þá niðurstöðu að framlag þeirra October Rain væri of pólitískt. Lagið vísar með beinum hætti til árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn þar sem rúmlega 1200 ísraelskra borgara létust. Lagið er á ensku og verður sungið af rússnesk ættuðu söngkonunni Eden Golan. Tvær línur úr laginu verða á hebresku. Meðal lína sem eru í laginu eru: „Það er ekkert loft eftir,“ og „Þau voru öll góð börn, hvert og eitt þeirra.“ Þá er einnig vísað til blóma í laginu og hefur verið fullyrt að þar sé í raun vísað til fallinna hermanna. Forseti Ísrael er ekki eini stjórnmálamaður landsins sem hefur tjáð sig um málið en það hefur Miki Zohar menningar- og íþróttamálaráðherra Ísrael einnig gert. Hann hefur sagt möguleikann á því að Ísrael verði dæmt úr leik í keppninni „fáránlegan.“ Hann segir lagið October Rain endurspegla tilfinningar Ísraela þessa dagana. Það sé ekki pólitískt. Áður hefur KAN sagt að forsvarsmenn stöðvarinnar eigi í viðræðum við forsvarsmenn EBU vegna málsins. 11. mars er lokadagur fyrir sjónvarpsstöðvar til þess að leggja fram sitt framlag til Eurovision. KAN hefur ítrekað sagt að það standi ekki til að skipta um lag. Yrði það ekki samþykkt af EBU myndi KAN ekki eiga neinn annan kost en að draga sig úr keppni. Ísrael hefur unnið keppnina fjórum sinnum.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira