Hleypa Netflix-fólki Vinícius Júnior ekki inn á leikvanginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 17:00 Augun verða á Vinícius Júnior og eyrun hlera stúkuna þegar hann mætir aftur til Valencia. Getty/David S.Bustamante Fólkið sem eru að gera heimildarmynd um brasilíska fótboltamanninn Vinícius Júnior verður meinaður aðgangur að leik Valencia og Real Madrid um næstu helgi. Þetta er stórmerkilegur leikur fyrir Vinícius Júnior enda er þetta fyrsti leikur hans á Mestalla leikvanginum síðan hann varð fyrir kynþáttarníði á leikvanginum í fyrra. Vinícius fékk að líta rauða spjaldið í 1-0 tapi Real Madrid á móti Valencia á vellinum 21. maí en hafði skömmu áður verið fórnarlamb kynþáttaníðs. Netflix enregistre un documentaire sur la vie de Vinicius Junior pour 2025 et aura une forte présence de production lors de Valence/Real Madrid le 2 mars prochain à Mestalla. Netflix filmera chaque instant du retour de Vinicius après les événements racistes l'année pic.twitter.com/kJASOpGptg— Actu Foot (@ActuFoot_) February 25, 2024 Þrennt var ákært fyrir þessa ósmekklegu hegðun og gaf Vinícius Júnior sinn vitnisburð í málinu. Brasilískt kvikmyndafólk hefur verið að vinna heimildarmynd um Vinícius fyrir Netflix á síðustu mánuðum og sótti um fjölmiðlapassa á leikinn. Valencia hafnaði hins vegar þeirri beiðni. „Þetta er ákvörðun sem félagið tekur og þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar. „Þau tóku ákvörðun að hleypa ekki kvikmyndagerðafólkinu inn á völlinn. Ég verð að virða það. Þau vita betur hvað er í gangi dags daglega hjá Valencia. Það væri ansi djarft af okkur, lengst í burtu, að tjá okkur eitthvað um það,“ sagði Tebas. „Ég tel að þetta sé fyrirbyggjandi aðgerð. Ég sjálfur mun hins vegar taka þátt í heimildamyndinni og veita þeim viðtal,“ sagði Tebas. ESPN fjallar um málið og samkvæmt þeirra heimildum þá fékk sjónvarpsfólkið enga skýringu af hverju þau fá ekki aðgang. As part of the Vinicius Junior documentary that is currently in production, Netflix had hoped to gain access to this weekend's match between #VCF and #RealMadrid.However, their accreditation has been denied. (Superdeporte) pic.twitter.com/eowvEhqKJB— Football España (@footballespana_) February 27, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Þetta er stórmerkilegur leikur fyrir Vinícius Júnior enda er þetta fyrsti leikur hans á Mestalla leikvanginum síðan hann varð fyrir kynþáttarníði á leikvanginum í fyrra. Vinícius fékk að líta rauða spjaldið í 1-0 tapi Real Madrid á móti Valencia á vellinum 21. maí en hafði skömmu áður verið fórnarlamb kynþáttaníðs. Netflix enregistre un documentaire sur la vie de Vinicius Junior pour 2025 et aura une forte présence de production lors de Valence/Real Madrid le 2 mars prochain à Mestalla. Netflix filmera chaque instant du retour de Vinicius après les événements racistes l'année pic.twitter.com/kJASOpGptg— Actu Foot (@ActuFoot_) February 25, 2024 Þrennt var ákært fyrir þessa ósmekklegu hegðun og gaf Vinícius Júnior sinn vitnisburð í málinu. Brasilískt kvikmyndafólk hefur verið að vinna heimildarmynd um Vinícius fyrir Netflix á síðustu mánuðum og sótti um fjölmiðlapassa á leikinn. Valencia hafnaði hins vegar þeirri beiðni. „Þetta er ákvörðun sem félagið tekur og þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar. „Þau tóku ákvörðun að hleypa ekki kvikmyndagerðafólkinu inn á völlinn. Ég verð að virða það. Þau vita betur hvað er í gangi dags daglega hjá Valencia. Það væri ansi djarft af okkur, lengst í burtu, að tjá okkur eitthvað um það,“ sagði Tebas. „Ég tel að þetta sé fyrirbyggjandi aðgerð. Ég sjálfur mun hins vegar taka þátt í heimildamyndinni og veita þeim viðtal,“ sagði Tebas. ESPN fjallar um málið og samkvæmt þeirra heimildum þá fékk sjónvarpsfólkið enga skýringu af hverju þau fá ekki aðgang. As part of the Vinicius Junior documentary that is currently in production, Netflix had hoped to gain access to this weekend's match between #VCF and #RealMadrid.However, their accreditation has been denied. (Superdeporte) pic.twitter.com/eowvEhqKJB— Football España (@footballespana_) February 27, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira