Erlent

Á­kærður fyrir að hafa hafið skot­hríð á þyrlu á Græn­landi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Narsaq er bæjarfélag á Suður-Grænlandi.
Narsaq er bæjarfélag á Suður-Grænlandi. Getty/Martin Zwick

Lögreglan á Grænlandi tilkynnti í dag að ákæra hafi verið lögð fram á hendur 21 árs manns fyrir að gera tilraun til að ráða fjórtán manns bana þann 22. mars síðasta árs.

Maðurinn hóf skothríð í bænum Narsaq sunnarlega á Grænlandi og skaut meðal annars á þyrlu sem var við það að lenda.

Samkvæmt umfjöllun Sermitsiaq.AG sem hefur aðgang að ákærugögnum fer ákæruvaldið fram á að maðurinn verði lagður inn á danskt geðveikrahæli í Danmörku og það ótímabundið.

Ákæran sjálf er í tuttugu og átta liðum og þar á meðal fjórtán tilraunir til manndráps. Meðal ákæruliðanna er einnig stuldur á vopninu sem notað var til árásanna af bát í Narsaq-höfn. Riffillinn stolni var hálfsjálfvirkur og af gerðinni Savage 17 HMR.

Hinn ákærði hafði einnig, samkvæmt gögnum Sermitsiaq.AG, ráðist gegn og hótað manneskju í Narsaq tveimur dögum áður en árásin átti sér stað og sagst skulu sækja riffil. Tveir urðu fyrir skoti í árasinni og þrír hlutu minniháttar áverka.

Narsaq er í sveitarfélaginu Kujalleq og eru íbúar þess um fimmtánhundruð talsins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×