Fótbolti

Byrjunar­lið Ís­lands: Olla fær stórt tæki­færi

Sindri Sverrisson skrifar
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur skorað tvö A-landsliðsmörk, bæði í fyrsta landsleiknum í fyrra.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur skorað tvö A-landsliðsmörk, bæði í fyrsta landsleiknum í fyrra. @footballiceland

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hefur gert tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir seinni leikinn við Serbíu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta kvenna.

Eftir 1-1 jafnteflið ytra í fyrri leiknum er ljóst að Ísland þarf sigur á Kópavogsvelli í dag, en leikurinn hefst klukkan 14:30.

Byrjunarlið Íslands er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Selma Sól Magnúsdóttir og Diljá Ýr Zomers missa því sæti sitt í byrjunarliðinu, eftir að hafa byrjað leikinn við Serba. Í þeirra stað koma Hildur Antonsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.

Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Ólafar, eða Ollu eins og hún er kölluð, fyrir landsliðið í mótsleik en hún kom inn á sem varamaður í útileiknum við Serba, og einnig gegn Danmörku í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í desember. Leikurinn fer fram á nýja heimavellinum hennar Ólafar en þessi tvítugi framherji fór til Breiðabliks frá Þrótti í janúar.

Ólöf hefur alls spilað fimm A-landsleiki og skoraði bæði mörkin í fyrsta leik sínum, í 2-0 sigri á Skotum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Hildur spilar hins vegar sinn tólfta A-landsleik.

Leikurinn hefst klukkan 14:30 og er í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×