Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með stöðunni á Reykjanesi þar sem sérfræðingar telja gos í vændum á allra næstu dögum. 

Nú hafa átta milljónir rúmmetra af kviku safnast upp undir Svartsengi og segir jarðeðlisfræðingur að nú gæti jafnvel gosið innan nokkurra klukkustunda.

Þá fjöllum við um athugasemdir sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa gert við nýtt frumvarp um íslenska greiðslumiðlum sem samtökin telja verulega gallað. 

Að auki segjum við frá máli tveggja lækna sem fá ekki að mæta til Akureyrar til að sinna sjúklingum sínum þar. 

Í íþróttapakka dagsins verður landsleikur Íslands og Serbíu fyrirferðarmikill en hann fer fram í Kópavogi síðar í dag. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×