Þóra markvörður skoraði þegar Serbarnir mættu síðast til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 12:30 Þóra Björg Helgadóttir endaði landsliðsferil sinn þegar serbneska kvennalandsliðið spilaði síðast á Íslandi. Getty/Scott Barbour Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið Serbíu þrisvar í Laugardalnum með markatölunni 19-1. Nú mætast þjóðirnar í Kópavogi. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar í dag úrslitaleik um sæti í A-deild undankeppni EM 2025. Mótherjinn er Serbía og liðin standa alveg jöfn eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Serbíu. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Kópavogi og hefst klukkan 14.30. Sagan er svo sannarlega með stelpunum okkar í liði. Serbneska kvennalandsliðið hefur komið þrisvar til Íslands og fengið skell í öll skiptin. Allir þrír leikirnir hafa farið fram á Laugardalsvellinum og íslensku stelpurnar hafa unnið þá alla með markatölunni 19-1. Síðast komu þær serbnesku í heimsókn í september 2014 og vann íslenska liðið þá 9-1. Ísland var þá undir stjórn Freys Alexanderssonar. Glódís Perla Viggósdóttir er eini leikmaður íslenska liðsins í dag sem tók þátt í þeim leik. Glódís skoraði þá annað mark íslenska liðsins í leiknum sem var hennar fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Harpa Þorsteinsdóttir og skoruðu allar tvennu í leiknum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir skoruðu líka. Markið skoraði Þóra úr vítaspyrnu á 67. mínútu en þetta var kveðjulandsleikur hennar. Þóra skoraði þarna sitt fyrsta og eina mark í landsleik númer 108. Fyrstu tvo leiki þjóðanna á Íslandi unnu íslensku stelpurnar 5-0. Fyrst í júní 2007 og svo aftur í ágúst 2009. Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði íslenska liðinu í báðum þeim leikjum. Dóra Stefánsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir skoruðu mörkin í fyrri leiknum þar sem fimmta markið varð sjálfsmark. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu í seinni leiknum og þá skoraði Katrín Jónsdóttir fimmta markið. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar í dag úrslitaleik um sæti í A-deild undankeppni EM 2025. Mótherjinn er Serbía og liðin standa alveg jöfn eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Serbíu. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Kópavogi og hefst klukkan 14.30. Sagan er svo sannarlega með stelpunum okkar í liði. Serbneska kvennalandsliðið hefur komið þrisvar til Íslands og fengið skell í öll skiptin. Allir þrír leikirnir hafa farið fram á Laugardalsvellinum og íslensku stelpurnar hafa unnið þá alla með markatölunni 19-1. Síðast komu þær serbnesku í heimsókn í september 2014 og vann íslenska liðið þá 9-1. Ísland var þá undir stjórn Freys Alexanderssonar. Glódís Perla Viggósdóttir er eini leikmaður íslenska liðsins í dag sem tók þátt í þeim leik. Glódís skoraði þá annað mark íslenska liðsins í leiknum sem var hennar fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Harpa Þorsteinsdóttir og skoruðu allar tvennu í leiknum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir skoruðu líka. Markið skoraði Þóra úr vítaspyrnu á 67. mínútu en þetta var kveðjulandsleikur hennar. Þóra skoraði þarna sitt fyrsta og eina mark í landsleik númer 108. Fyrstu tvo leiki þjóðanna á Íslandi unnu íslensku stelpurnar 5-0. Fyrst í júní 2007 og svo aftur í ágúst 2009. Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði íslenska liðinu í báðum þeim leikjum. Dóra Stefánsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir skoruðu mörkin í fyrri leiknum þar sem fimmta markið varð sjálfsmark. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu í seinni leiknum og þá skoraði Katrín Jónsdóttir fimmta markið.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira