Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2014 19:47 Þóra var létt og kát í leikslok. Vísir/stefán Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir kvaddi íslenska landsliðið í kvöld er Ísland vann 9-1 stórsigur á Serbíu. Ferill Þóru spannar 108 leiki á sextán árum en í kvöld skoraði hún sitt fyrst - og eina - landsliðsmark. Þegar Ísland fékk vítaspyrnu í síðari hálfleik kallaði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að Þóra ætti að taka spyrnuna. „Ég var að farast úr stressi,“ sagði hún við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Svo af einhverjum ástæðum talaði markvörðurinn þeirra sænsku og byrjaði að bulla eitthvað í már,“ bætti hún við en téður markvörður, Susanne Nilsson, er fædd og uppalin í Svíþjóð en á serbneska móður. „Er það - er hún sænsk?“ sagði Þóra þegar blaðamaður tjáði henni það. „En ég lét eins og ég heyrði ekkert og reyndi að einbeita mér að vítinu. Það var búið að stríða mér svo mikið á því að hafa klúðrað vítinu í bikarleiknum með Fylki að það kom ekki til greina að klikka núna. Ég hefði fengið SMS og „snöpp“ næstu tíu árin.“ „Ég ákvað því bara að bomba á markið. Það eru alltaf góðar líkur á því að boltinn fari þá inn,“ sagði markvörðurinn öflugi. Hún sagði það erfitt að koma því í orð hvernig henni liði við þessi tímamót en að hún væri sátt við ákvörðunina. „Ég verð sátt þegar ég vakna á morgun en kannski svolítið leið. Maður hefur upplifað svo margt - bæði gott og slæmt en fyrst og fremst frábærar stundir með ótal góðum félögum.“ „Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað. Þakklætið er gríðarlegt,“ sagði Þóra. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir kvaddi íslenska landsliðið í kvöld er Ísland vann 9-1 stórsigur á Serbíu. Ferill Þóru spannar 108 leiki á sextán árum en í kvöld skoraði hún sitt fyrst - og eina - landsliðsmark. Þegar Ísland fékk vítaspyrnu í síðari hálfleik kallaði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að Þóra ætti að taka spyrnuna. „Ég var að farast úr stressi,“ sagði hún við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Svo af einhverjum ástæðum talaði markvörðurinn þeirra sænsku og byrjaði að bulla eitthvað í már,“ bætti hún við en téður markvörður, Susanne Nilsson, er fædd og uppalin í Svíþjóð en á serbneska móður. „Er það - er hún sænsk?“ sagði Þóra þegar blaðamaður tjáði henni það. „En ég lét eins og ég heyrði ekkert og reyndi að einbeita mér að vítinu. Það var búið að stríða mér svo mikið á því að hafa klúðrað vítinu í bikarleiknum með Fylki að það kom ekki til greina að klikka núna. Ég hefði fengið SMS og „snöpp“ næstu tíu árin.“ „Ég ákvað því bara að bomba á markið. Það eru alltaf góðar líkur á því að boltinn fari þá inn,“ sagði markvörðurinn öflugi. Hún sagði það erfitt að koma því í orð hvernig henni liði við þessi tímamót en að hún væri sátt við ákvörðunina. „Ég verð sátt þegar ég vakna á morgun en kannski svolítið leið. Maður hefur upplifað svo margt - bæði gott og slæmt en fyrst og fremst frábærar stundir með ótal góðum félögum.“ „Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað. Þakklætið er gríðarlegt,“ sagði Þóra.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00