Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2014 19:47 Þóra var létt og kát í leikslok. Vísir/stefán Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir kvaddi íslenska landsliðið í kvöld er Ísland vann 9-1 stórsigur á Serbíu. Ferill Þóru spannar 108 leiki á sextán árum en í kvöld skoraði hún sitt fyrst - og eina - landsliðsmark. Þegar Ísland fékk vítaspyrnu í síðari hálfleik kallaði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að Þóra ætti að taka spyrnuna. „Ég var að farast úr stressi,“ sagði hún við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Svo af einhverjum ástæðum talaði markvörðurinn þeirra sænsku og byrjaði að bulla eitthvað í már,“ bætti hún við en téður markvörður, Susanne Nilsson, er fædd og uppalin í Svíþjóð en á serbneska móður. „Er það - er hún sænsk?“ sagði Þóra þegar blaðamaður tjáði henni það. „En ég lét eins og ég heyrði ekkert og reyndi að einbeita mér að vítinu. Það var búið að stríða mér svo mikið á því að hafa klúðrað vítinu í bikarleiknum með Fylki að það kom ekki til greina að klikka núna. Ég hefði fengið SMS og „snöpp“ næstu tíu árin.“ „Ég ákvað því bara að bomba á markið. Það eru alltaf góðar líkur á því að boltinn fari þá inn,“ sagði markvörðurinn öflugi. Hún sagði það erfitt að koma því í orð hvernig henni liði við þessi tímamót en að hún væri sátt við ákvörðunina. „Ég verð sátt þegar ég vakna á morgun en kannski svolítið leið. Maður hefur upplifað svo margt - bæði gott og slæmt en fyrst og fremst frábærar stundir með ótal góðum félögum.“ „Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað. Þakklætið er gríðarlegt,“ sagði Þóra. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir kvaddi íslenska landsliðið í kvöld er Ísland vann 9-1 stórsigur á Serbíu. Ferill Þóru spannar 108 leiki á sextán árum en í kvöld skoraði hún sitt fyrst - og eina - landsliðsmark. Þegar Ísland fékk vítaspyrnu í síðari hálfleik kallaði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að Þóra ætti að taka spyrnuna. „Ég var að farast úr stressi,“ sagði hún við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Svo af einhverjum ástæðum talaði markvörðurinn þeirra sænsku og byrjaði að bulla eitthvað í már,“ bætti hún við en téður markvörður, Susanne Nilsson, er fædd og uppalin í Svíþjóð en á serbneska móður. „Er það - er hún sænsk?“ sagði Þóra þegar blaðamaður tjáði henni það. „En ég lét eins og ég heyrði ekkert og reyndi að einbeita mér að vítinu. Það var búið að stríða mér svo mikið á því að hafa klúðrað vítinu í bikarleiknum með Fylki að það kom ekki til greina að klikka núna. Ég hefði fengið SMS og „snöpp“ næstu tíu árin.“ „Ég ákvað því bara að bomba á markið. Það eru alltaf góðar líkur á því að boltinn fari þá inn,“ sagði markvörðurinn öflugi. Hún sagði það erfitt að koma því í orð hvernig henni liði við þessi tímamót en að hún væri sátt við ákvörðunina. „Ég verð sátt þegar ég vakna á morgun en kannski svolítið leið. Maður hefur upplifað svo margt - bæði gott og slæmt en fyrst og fremst frábærar stundir með ótal góðum félögum.“ „Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað. Þakklætið er gríðarlegt,“ sagði Þóra.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00