Fótbolti

Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni Serbaleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði. vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir seinni leik Íslands og Serbíu í umspili um það hvort liðið heldur sér í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta.

Blaðamannafundurinn hófst klukkan 12:00 en útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Textalýsingu frá fundinum má nálgast neðst í fréttinni.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundinum.

Ísland og Serbía skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna á föstudaginn. Tijana Filipovic kom Serbum yfir á 19. mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir fyrir Íslendinga og þar við sat. Íslenska liðið var manni fleiri síðustu sjö mínútur leiksins eftir Dina Blagojevic fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Seinni leikur Íslands og Serbíu fer fram á Kópavogsvelli á morgun og hefst klukkan 14:30. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×