Innlent

Eldur kviknaði í rútu í Hafnar­firði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mikinn reyk lagði frá rútunni.
Mikinn reyk lagði frá rútunni. Vísir/Aðsend

Eldur kom upp í rútu við bensínstöð N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu komu allir farþegar auk bílstjóra sér út í tæka tíð.

Þá gekk vel að slökkva eldinn sem reyndist minniháttar. Að sögn slökkviliðs kviknaði í út frá rafgeymi rútunnar og lagði mikinn reyk frá rútunni þegar slökkviliðið mætti á vettvang.

Tíma tók að tryggja að allur eldur væri úti í rafgeymi rútunnar. Að því loknu var rútan dregin í burtu.


Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×