Glódís Perla gefur treyjur sínar og skó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 09:30 Glódís Perla Viggósdóttir er bæði fyrirliði íslenska landsliðsins sem og stórliðs Bayern München. Getty/Karl Bridgeman Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kemur heldur betur sterk inn fyrir „Einstök börn“ sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Glódís Perla er nú í miðju landsliðsverkefni með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem spilar við Serbíu á morgun í seinni leik þjóðanna í umspili um sæti i A-deild undankeppni næstu EM. Glódís var tilbúin að gefa treyjur og skó úr einkasafni sínu til að safna pening fyrir þetta mikilvæga málefni sem eru Einstök börn. Nú er hægt að bjóða í treyjur og skó eða kaupa miða í happadrætti þar sem eru í boði einstakir munir frá einum fremsta íþróttamanni þjóðarinnar. Á uppboðinu verða tvenn skópör Glódísar sem hún áritar fyrir vinningshafa. Þar verða einnig tvær landsliðstreyjur og ein treyja frá Bayern München þar sem Glódís er líka fyrirliði. Treyjurnar mun Glódís Perla árita. Þetta er landsliðstreyjan sem hún var í í leik Wales og Íslands 1. desember í fyrra og landsliðstreyjan sem hún var í þegar hún spilaði með Íslandi á móti Danmörku á Laugardalsvellinum í október. „1-0 sigurleikur á útivelli á móti Dönum í Þjóðadeildinni sem var fyrsti sigurleikur landsliðsins á móti Dönum í keppnisleik. Með þessum sigri tókum við af þeim möguleikann að komast á Ólympíuleikana í París. Einnig var þetta 120. landsleikurinn minn,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir á uppboðssíðu treyju hennar úr leiknum við Dani en á síðunni með treyjunni úr Wales-leiknum sagði hún: „Wales leikinn unnum við 2-1 og tryggðum okkur í umspil um að spila áfram í A deild, hæstu deild þjóðardeildar UEFA,“ sagði Glódís. „Þetta er treyjan sem ég spilaði í tímabilið 22/23 þar sem við urðum þýskir meistarar og spiluðum i 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ sagði Glódís um treyjuna frá Bayern München. Skórnir eru báðir Puma-landsliðsskór sem eru sérmerktir Glódís og einnig með íslenska fánann á sér. Það má finna allar upplýsingar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Uppboð.com (@uppbodcom) Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Glódís Perla er nú í miðju landsliðsverkefni með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem spilar við Serbíu á morgun í seinni leik þjóðanna í umspili um sæti i A-deild undankeppni næstu EM. Glódís var tilbúin að gefa treyjur og skó úr einkasafni sínu til að safna pening fyrir þetta mikilvæga málefni sem eru Einstök börn. Nú er hægt að bjóða í treyjur og skó eða kaupa miða í happadrætti þar sem eru í boði einstakir munir frá einum fremsta íþróttamanni þjóðarinnar. Á uppboðinu verða tvenn skópör Glódísar sem hún áritar fyrir vinningshafa. Þar verða einnig tvær landsliðstreyjur og ein treyja frá Bayern München þar sem Glódís er líka fyrirliði. Treyjurnar mun Glódís Perla árita. Þetta er landsliðstreyjan sem hún var í í leik Wales og Íslands 1. desember í fyrra og landsliðstreyjan sem hún var í þegar hún spilaði með Íslandi á móti Danmörku á Laugardalsvellinum í október. „1-0 sigurleikur á útivelli á móti Dönum í Þjóðadeildinni sem var fyrsti sigurleikur landsliðsins á móti Dönum í keppnisleik. Með þessum sigri tókum við af þeim möguleikann að komast á Ólympíuleikana í París. Einnig var þetta 120. landsleikurinn minn,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir á uppboðssíðu treyju hennar úr leiknum við Dani en á síðunni með treyjunni úr Wales-leiknum sagði hún: „Wales leikinn unnum við 2-1 og tryggðum okkur í umspil um að spila áfram í A deild, hæstu deild þjóðardeildar UEFA,“ sagði Glódís. „Þetta er treyjan sem ég spilaði í tímabilið 22/23 þar sem við urðum þýskir meistarar og spiluðum i 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ sagði Glódís um treyjuna frá Bayern München. Skórnir eru báðir Puma-landsliðsskór sem eru sérmerktir Glódís og einnig með íslenska fánann á sér. Það má finna allar upplýsingar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Uppboð.com (@uppbodcom)
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira