Erlent

Fjórir létust í snjó­flóði

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þau höfðu farið af skíðasvæðinu í fylgd með leiðsögumanni og grafist í fönn.
Þau höfðu farið af skíðasvæðinu í fylgd með leiðsögumanni og grafist í fönn. Getty

Fjórir skíðakappar létu lífið í dag þegar snjóflóð féll um 1600 metrum fyrir ofan þorpið Mont-Dore á svæði sem er kallað Val d'Enfer í Frakklandi.

Þrír til viðbótar særðust eftir að fimmtíu manna leitarsveit var sett saman. Samkvæmt heimildum Guardian voru fórnarlömbin skíðafólk úr skíðaklúbbi í nágrenninu sem hefðu farið út af brautinni í fylgd leiðsögumanns.

„Því miður er fjallið sterkari en við,“ segir Sébastien Dubourg, bæjarstjóri Mont-Dore á blaðamannafundi sem var haldinn í bænum fyrr í dag.

Margir þeirra sjö sem grófust undir snjó voru með svokallaða neyðarsendi sem lét leitarmenn vita staðsetningu þeirra og hjálpaði mjög við leitina. Einn hinna særðu var einnig með loftpúða sem bjargaði lífi hans þegar hann grófst.

Hin þrjú sem hafa fundist særðust lítillega og voru flutt á sjúkrahús. Héraðssaksóknari í Clermont-Ferrand segist munu hefja rannsókn á upptökum snjóflóðsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×